Saga - 1988, Page 141
FORSENDUR OG FYRIRSTAÐA NÝSKÖPUNAR
139
Gísli lýsir þeim 1703/ en þá voru þeir 371/ flestir ókvæntir karlmenn
á tvítugs- og þrítugsaldri1 2 3 og bjuggu í verstöðvahéruöum sunnan-
lands og vestan, unnu fyrir eiginn reikning á vetrarvertíð og fóru á
sumrin í kaupavinnu. Hefur því mátt búast við því, að lausamenn,
sem áttu heima í nágrenni Reykjavikur, tækju það ráð til að fullnægja
ákvæðinu um vistráðningu að ráða sig til starfa hjá ríkisfyrirtækjun-
um. Það sannaðist á Vesturlandi á 19. öld, að vistarbandið kom ekki
í veg fyrir, að efnabændur og kaupmenn hæfu þilskipaútgerð með
góðum árangri.
Athugum nánar tilskipunina um bann við lausamennsku. Þar er
búðseta heimiluð eftir sem áður samkvæmt 8. grein og búðsetufólki
leyft að ráða sig til skamms tíma utan vertíðar. Eins er með það fólk,
sem verið hefur hjá búðsetum á vertíð, að það má ráða sig til skamms
tíma hjá öðrum. Loks er tekið fram í 9. grein, að iðnaðarmenn megi
ráða sig til vinnu upp á daglaun eða vikukaup. Þama voru því ýmis
tækifæri fyrir atvinnurekendur við sjávarsíðuna að ráða til sín fólk til
lengri eða skemmri tíma, ef þeir gátu boðið viðunandi kjör.
Orð og athafnir
Að dómi Gísla var Ólafur Stefánsson forystumaður í andstöðu höfð-
ingja við samfélagsbreytingar og þar með einnig breytingar í atvinnu-
málum, og vísar þar til ritgerða Ólafs. Um þennan foringja samdi
Ólafur Oddsson kandídatsritgerð í íslenzkum fræðum við Háskóla
íslands, sem ber heiti, sem lýsir allt öðm en andstöðu við breytingar,
nefnilega: „Ólafur Stefánsson og tilraunir hans með iðnað og útgerð
að erlendum hætti." Verður frásögn Ólafs Oddssonar fylgt hér með
leyfi hans, stundum með beinum tilvitnunum. Fyrst er þess að geta,
að Ólafur Stefánsson réðst árið 1754 til iðnaðarstofnananna sem bók-
haldari, nýkominn frá námi í Höfn. I stjórn fyrirtækisins vom þá
Skúli Magnússon landfógeti, Magnús Gíslason amtmaður, síðar
tengdafaðir Ólafs, og Bjami Halldórsson sýslumaður, fóstri Ólafs,
auk fjórða manns. Ólafur varð amtmaður 1766 og stiftamtmaður 1790.
1 GG, 33.
2 I hagskýrslunni, bls. 19, eru þeir reyndar 391.
3 I GG: Monopoly, bls. 21, eru aldursmörkin raunar níu árum hærri: „below the age
of 40".