Saga - 1988, Page 142
140 BJÖRN S. STEFÁNSSON
Hann stundaði búskap, m.a. á Innra-Hólmi á Akranesi, og átti útræði
á Skipaskaga.
Iðnrekstur Ólafs Stefánssonar
Ritgerð Ólafs Oddssonar fjallar einkum um1
ullarverksmiðju Ólafs, sútunar- og skósmíðaverkstæði hans
og þilskip það, er hann og Thodal stiftamtmaður gerðu út um
nokkra hríð. ... Framlag Ólafs Stefánssonar í þessum efnum
var viðleitni til þess að koma á fót nokkrum iðnrekstri, færa
þær iðngreinar inn í landið og láta reka slíkar stofnanir sem
einkafyrirtæki, en þó með velvilja stjómvalda og verzlunar.
Ólafur telur ullarverksmiðju nafna síns hafa haft töluvert gildi.
Hún tók til starfa nokkrum árum áður en landsnefnd hin fyrri kom til
sögunnar árið 1770. Nefndin hélt þá um sumarið fund með helztu
embættismönnum landsins, þeirra á meðal Ólafi Stefánssyni, og var
hann meðmæltur hugmyndum nefndarinnar um að koma á fót iðn-
fyrirtækjum. Nefndin taldi, að kaupstaðir væm
raunveruleg forsenda þess, að iðngreinar þær, er menn töldu
nauðsynlegt að færa inn í landið, gætu þrifizt. Menn í þessum
efnum gætu ekki unnið fyrir sér annars staðar.2
Síðar lét Ólafur í ljós það álit, að æskilegt væri, að kaupmenn hæfu í
kaupstöðunum margvíslegan iðnrekstur í samstarfi við landsmenn,
eins og hér skal greint:
Skoðun Ólafs á nytsemi kaupstaða
í bæklingi um verzlunarsögu
fjallar Ólafur einnig um nytsemi kaupstaða við stofnun hand-
verka, og segir hann m.a.:3 Hvor let en Sag vilde det ikke
blevet, og kunde endnu blive, for her etablerede 10 Kiöbmænd
tillige med de med disse interesserende Landets Böm, at
oprette ligesaa mange Haandværker i Kjöbstædeme, saa
som: Linvæverie, Reebslager-, Feldbereder-, Handskemager-,
1 Ólafur Oddsson, 1 og 2.
2 ÓO, 45.
3 ÓO, 72.