Saga - 1988, Page 143
FORSENDUR OG FYRIRSTAÐA NÝSKOPUNAR
141
Strömpevæver-, Garver-, Skoemager-, Skræder-, Hattemager-
og Dreier-Haandværker.
Fyrsti útgerðarstjóri eigin þilskips
Árið 1773 keyptu þeir Thodal stiftamtmaður og Ólafur Stefánsson, þá
búsettur í Sviðholti á Álftanesi, þilskip til útgerðar. Kveður Ólafur
Oddsson nafna sinn hafa haft
meiri afskipti af rekstrinum, er til kastanna kom, enda hafði
Ólafur um margt miklu betri aðstöðu til þeirra hluta. Hann
hafði verið bókhaldari Innréttinganna mestan hluta þess tíma,
er þilskipaútgerð var rekin á þeirra vegum. Hann rak og sjálfur
umfangsmikla bátaútgerð og fiskverkun, en Thodal var ekki
við slík mál riðinn.1
Þeir félagar töpuðu stórfé á útgerðinni, og var ýmsu kennt um. Þótt
svo hefði farið, missti Ólafur ekki trú á þilskipaútgerð:
Laust upp úr aldamótunum 1800 hóf Bjami Sivertsen kaup-
maður í Hafnarfirði þilskipaútgerð og skipasmíðar. Má geta
þess hér, að Ólafur Stefánsson studdi mjög Bjarna í kaup-
mennsku og öðmm framkvæmdum, meðan hans naut við.2
Áður en afstaða Ólafs Stefánssonar til málstaðar Skúla Magnússon-
ar verður skýrð í ljósi þess, sem að framan greinir um áhuga hans á
„iðnrekstri og sjávarútvegi að erlendum hætti" og um skilning hans á
„nytsemi kaupstaða við stofnun handverka," skal athugað, hvernig
Gísli hefur túlkað ýmsar skoðanir Ólafs.
Sjávarútvegur eða sauðfjárrækt
Gísli fjallar um efnahagslegan reikning Ólafs til Landsnefndarinnar
1770-71 um framfæri landsmanna í góðum ámm. Hann kveður Ólaf
hafa vakið athygli á því, að húsdýrin væm alltof mörg í reikningum
sínum, og skilur það þannig:3
Hann leiðrétti þær tölur ekki sjálfur, sennilega vegna þess að
hann vildi ekki með því veikja þær röksemdir sínar, að land-
1 ÓO, 79.
2 ÓO, 102.
3 GG, 42-3.