Saga - 1988, Blaðsíða 144
142
BJÖRN S. STEFÁNSSON
búnaður væri miklu mikilvægari en fiskveiðar fyrir hag
landsins. En það er hægt að bera mat Ólafs á fjölda húsdýra
saman við áreiðanlegri tölur, til dæmis þær, sem finnast í Töl-
fræðihandbókinni 1974, bls. 65. Slíkur samanburður leiðir í
ljós, að hann hafði ýkt fjölda sauðfjár u.þ.b. 60%. Mat hans á
fjölda kúa virðist hins vegar hafa verið raunsætt ...
Hinar „áreiðanlegri tölur" eru þær, að fjártala í Tölfræðihandbók 1974
fyrir árið 1770 er 140 þúsund og árið 1760 357 þúsund, en það var fyrir
fjárkláðafellinn. Næsta tala þar á undan er frá 1703. Kúatala er í TöT
fræðihandbókinni fyrir árið 1770 og næst þar á undan fyrir árið 1703.
Síðan telur Gísli, að Ólafur vanmeti ullarvöru um helming. Gísli skýr-
ir ekki, hvaða röksemdir Ólafur hefur viljað veikja eða styrkja með
þessu vanmati á ullinni. Með þessum formála lækkar Gísli verðmæti
kjöts um 26.667 ríkisdali og hækkar verðmæti ullarvöru um 26.000
ríkisdali.
Enn er að geta frásagnar Gísla af ágreiningi Ólafs við Skúla Magn-
ússon, þar sem Skúli hafði lagt til, að lagður yrði á útflutningstollur:1
Skúli taldi, að 5.000 kjöttunnur yrðu fluttar út árlega. Ólafur
taldi hins vegar að útflutningur þessi yrði ekki meiri en 1.000
tunnur árlega. ... Skúli áætlaði að 20.000 gæruvöndlar yrðu
fluttir út ár hvert, þessa tölu taldi Ólafur vera fimm sinnum of
háa.
Hér gerir Ólafur hlut sauðfjárræktarinnar lítinn. Hvað skyldi hafa
vakað fyrir honum með því?
Margs má verða vísari um verzlunarskilyrði á 17. og 18. öld af riti
Gísla. Sá, sem vill vita, hvað hélt þjóðinni niðri á þessum vondu
tímum, situr samt eftir með margar spumingar eftir lesturinn. F>að
getur verið nógu fróðlegt að vita um skoðanaágreining, ef hann er
túlkaður af sanngimi. Meira er þó varið í að vita um rök málsins,
hverjar vom ástæður þjóðarinnar á hverjum tíma og hverju þurfti að
breyta til, svo að hagur hennar mætti batna. Einna merkilegast er
peningaleysið, sem sérleyfiskaupmenn héldu við og kom í veg fyrir,
að íslendingar gætu átt viðskipti fram hjá þeim. Einnig var mikilvægt,
að kaupmenn leyfðu landsmönnum ekki að eignast innstæður.
Sauðfjárrækt með sauðaeldi gegndi sérstöku hlutverki í hagkerfi
1 GG, 238-9.