Saga - 1988, Page 145
FORSENDUR OG FVRIRSTAÐA NÝSKÖPUNAR
143
með ofangreindum takmörkunum. Sauðféð sá þjóðinni ekki aðeins
fyrir fæði og klæði. Útflutningur kjöts varð verulegur, þegar kom
fram á 18. öld, og slagaði í verðmæti upp í sjávarafurðir. Nefnir Gísli
það helzt lambakjöt í ensku útgáfunni, en oftast kindakjöt í íslenzku
útgáfunni. }ón Sigurðsson fjallar um útflutning kjöts á 17. og 18. öld
í Lítilli varníngsbókog er það einungis sauðakjöt.
Lömb gengu ekki dilkar með ám, heldur voru færð frá. Fráfærna-
lömb voru rýr til frálags. Voru hrútlömb því flest gelt og sett á. Sauðir
höfðu þann kost, að verðmæti þeirra óx með aldrinum.1 2 Peir voru því
eins og sjóður sem ganga mátti í á hverju hausti og hagræða úttekt og
innstæðu eftir þörfum, afkomu og árferði. Almenningur átti varla
annarra kosta völ til að geyma verðmæti og ávaxta þau, ólíkt því, sem
var með aflahlut, sem ekki varð geymdur, hvorki seldur né óseldur. -
Hlutdeild sauðfjárræktar hafði vaxið á kostnað nautgriparæktar, þeg-
ar hér var komið,3 en naut (uxar) höfðu sama kost og sauðir að vaxa
að verðmæti með aldrinum (sbr. búalög).
Gísli vekur athygli á þeirri skoðun Skúla Magnússonar, að aukning
kjötútflutnings á tímabilinu 1684—1733 hafi „verið ein aðalorsökin fyr-
ir vaxandi eymd íslensku þjóðarinnar."4 Með tilliti til framangreinds
hlutverks sauðfjárræktarinnar forvitnaðist ég um rök Skúla, en Gísli
kynnir þau ekki. Á tilvitnaðri blaðsíðu í ritgerð Skúla er ekkert sagt
um kjötútflutning. Nokkrum síðum framar (bls. 189-90) ber Skúli
saman sjávarútveg og landbúnað með þessum orðum (með breyttri
stafsetningu):
Langtum heldur getur sveitin staðizt án sjávar en sjórinn án
sveitar. Einn íslenzkur sjóbóndi án þess að víxla sjóvöru mót
landvöru er þeim grænlenzka svo miklu aumari, sem hann
vantar selskinnið, nær því alls staðar á íslandi nema í Norður-
sýslu og á Langanesströndum. Þess meira sem kemur til sjáv-
arins úr sveitinni af mönnum, mat og landsvöru, þess betur
verður sjórinn sóttur. Að ala sjómanninn á fiskætum einum og
1 Bls. 67. Kaupmannahöfn 1861.
2 Sbr. búalög, Skúla Magnússon: Sveitabóndi. Rit Lærdómslistafélagsins IV, 182. 1784,
og Ferðabók Eggerts og Bjama I, 120. 1981.
3 Amór Sigurjónsson: „Pættir úr íslenzkri búnaðarsögu." Árbók landbúnaðarins 1970,
11-100.
4 GG, 116.