Saga - 1988, Page 146
144
BJÖRN S. STEFÁNSSON
mjölgrauti úr vatni er að taka frá honum hans líkamskrafta, er
hann þó alla þarf til sjósóknarinnar. Það mun bágt að neita
því, að þess meir kjötútfærslan hefir verið, þess meir hefir
landsins formegan aftur farið, ætli hin útlenda komvara geti
umbætt slíkt?
Skúli telur sem sagt mikils um vert, að þjóðin neyti sjálf afurða sauð-
fjárins í stað þess að flytja þær úr landi, og bezta til sjósóknar telur
hann sveitamenn, sem nærast á mat úr sveitinni.
Enn segir Gísli um kjötútflutning:1
Mjög sennilegt er að Skúli Magnússon hafi haft talsvert til síns
máls, þegar hann fullyrti að þessi mikli kjötútflutningur
íslendinga á 18. öld hafi verið landinu til skaða, ef til langs
tíma var litið. Hann var alla vega ekki einn um þessa skoðun.
Þannig taldi forstjóri konunglegu verslunarinnar, Hans
Christian Bech, í riti sínu árið 1781, að mikilvægt væri að hafa
kjötútflutning íslendinga sem minnstan.
I tilvitnuðum stað sagði Bech þetta um útflutning sauðfjárafurða:
„Faarekjöd er en mindre Courant Vare."2 Bech telur hættulegt að láta
skip verzlunarinnar bíða siglingar fram á haust eins lengi og þyrfti til
að sláturféð nái fullum þunga, og söltun kjötsins hafi farið aftur.
Um sauðamör segir Bech á næstu blaðsíðu:
Talg er bedst afsættelig her i Staden formedelst at den fra
Island kommende er mest Faaretalg, som falder haardere end
Oxtalg, hvorfor man bruger den forste til at melere den Sidste,
for at faa gode Lys.
Annað er þar ekki að sjá um, „að mikilvægt væri að hafa kjötútflutn-
ing íslendinga sem minnstan." - í ofannefndum reikningi Skúla
Magnússonar skila kjöt og mör jafnmiklu verðmæti.
Enn er að geta skoðunar Skúla á þeim samdrætti í sauðfjárrækt,
sem hlauzt af fjárkláðanum, og Gísli kynnir með þessum orðum:
„Skúli Magnússon taldi árið 1783 að fjárkláðinn hefði verið mikil
búbót fyrir landsmenn."3 Á tilvitnuðum stað í riti Skúla er ekkert um
þetta mál.
1 GG, 117-18.
2 Bech, 5.
3 GG, 120.