Saga - 1988, Page 147
FORSENDUR OG FYRIRSTAÐA NÝSKÖPUNAR
145
Hvað vakti fyrir höfðingjum?
Höfðingjar áttu í útistöðum sín á milli. Þyrfti að athuga, hvort ólík
afstaða höfðingja til atvinnustefnu tengdist slíkum útistöðum. Mér
kemur í hug Bjarni Halldórsson sýslumaður á Þingeyrum, sem kost-
aði Ólaf Stefánsson til náms. Hann kvað hafa átt í útistöðum við Skúla
og sat með honum í stjóm iðnaðarstofnananna sem einn hluthafa. Til
að átta sig á því, hvort sennilegt sé, að ágreiningurinn hefði haft áhrif
á þróun útgerðar, þyrfti að gera grein fyrir helztu forsendum atvinnu-
þróunar við ýmis tækifæri og hvort líklegt sé, að önnur viðbrögð
hefðu haft áhrif á þróunina. Hvernig stóð á árið 1592, þegar „beztu
bændur" vildu halda frjálsri verzlun við útlendinga? Hefði það
útbreitt peningabúskap og þar með gert tekjur af fiski að eins gjald-
gengu verðmæti og nauta- og sauðaeign? Hvernig stóð á um aldamót-
in 1700, þegar húnvetnskur dalabóndi úr röðum „beztu bænda", Páll
í Víðidalstungu (Vídalín), Iagði til með rökstuddu áliti, að stofnaður
yrði kaupstaður og hafin þar útgerð minnst fimm þilskipa? Var víð-
tæk sala biskupsstóls- og ríkisjarða, sem fór fram um aldamótin 1800,
forsenda þess, að nógu margir framtakssamir menn ættu fasteign,
sem mátti veðsetja til kaupa á þilskipi, en þá fyrst gætu tilraunir með
slíka útgerð orðið til varanlegs árangurs? Hvernig stóð á því, að þil-
skipaútgerð komst miklu síðar á traustan gmndvöll við Faxaflóa en á
Vesturlandi? Voru Innnes illa valinn staður fyrir tilraunir með þil-
skipaútgerð? Hefði heldur átt að reyna fyrir vestan?
Efasemdir eru um það, hversu vel atvinnumálatilraunir Skúla
Magnússonar hafi verið hugsaðar með tilliti til markaðar og hráefnis-
öflunar.1 Andstaða Ólafs Stefánssonar við atvinnustefnu Skúla var
sýnilega ekki andstaða við „iðnað og útgerð að erlendum hætti" né
heldur andstaða við þéttbýlismyndun. Hann hafði manna bezt getað
fylgzt með taprekstri iðnaðarstofnananna 1752-59. Hann vekur
athygli á velgengni hollendinga á veiðum við ísland. Þar eigi skip-
stjóri gjarna hlut í útgerðinni og þeir fái hærra verð fyrir fiskinn.2
Gísli leggur fram niðurstöður umfangsmikilla reikninga sinna á
1 Lýður Bjömsson: „Ágrip af sögu innréttinganna." í Reykjavík í 1100 ár, 137. Safn til
sögu Reykjavíkur. 1974.
2 Landsnefndin 1770-1771. 1, 200.
10