Saga - 1988, Side 148
146 BJÖRN S. STEFÁNSSON
skiptingu arðs af verzluninni og landskuldum eftir héruðum.1 Sýna
þeir, að
hagnaður einokunarverslunarinnar kom fyrst og fremst af
fiskveiðum en tekjur hefðbundinna íslenskra yfirstétta komu
aðallega frá landbúnaði. Petta útskýrir að nokkru leyti áhuga-
leysi íslenskra yfirstétta á eflingu fiskveiða.2
Nú sannast þetta áhugaleysi ekki á yfirstéttarforingjann Ólaf
Stefánsson, sem gegndi embætti amtmanns norðanlands og austan,
en streittist gegn því að setjast að fyrir norðan, eins og ætlazt var til,
og naut aðstöðu syðra til að stunda útgerð og annan atvinnurekstur,
sem hann hafði með höndum samfara embættinu.
Hvað kostaði sérleyfisverzlunin þjóðina?
Pað hefur lengi verið sannfæring íslendinga, að sérleyfisverzlun dana
hafi kostað þjóðina mikið. Ég vænti þess í riti Gísla, að hann skýrði
hvað það hefði breytt miklu um verð á skreið, saltfiski, sauðakjöti,
tólg, gærum og prjónlesi, ef íslendingar hefðu mátt verzla við hvern,
sem þeim sýndist, en hann hagnýtir ekki fjölbreytt gögn sín til þess
að meta áhrifin á verðlagið. Er hér bæði átt við gögn frá tímum sér-
leyfisverzlunarinnar og verðlagsbreytingar eftir afnám hennar. Pá
komust kaupmenn í einokunaraðstöðu hver í sínu héraði, en voru nú
ekki bundnir af verðlagsákvæðum.
Með því að hagnýta gögnin þannig hefði e.t.v. mátt mynda sér
skoðun um það, hvort verðhækkunin hefði nægt til að skjóta fótum
undir þær tilraunir, sem gerðar voru með „útgerð að erlendum
hætti," en vitaskuld hefði bátaútvegurinn einnig notið góðs af verð-
hækkuninni. í framhaldi af því hefði e.t.v. mátt álykta um áhrif verð-
lagsins á þróun samfélagshátta.
Ýmsar athugasemdir má samt finna um áhrifin og þá helzt um
landbúnaðarafurðir. Pannig kemur fram, að skagfirðingar fengu
helmingi meira fyrir sokka, sem þeir seldu ólöglega í hollenzkar
skútur, en í sérleyfisverzluninni, en að áliti Skúla Magnússonar var
tekið fyrir þetta árið 1741. 40 árum síðar taldi hann, að missir þessara
1 GG, tafla 2.5.
2 GG, 49.