Saga - 1988, Page 149
FORSENDUR OG FYRIRSTAÐA NÝSKÖPUNAR
147
viðskipta hefði verið „ein meðverkandi orsök, hvað fyrir Norðurlandi
hefur svo mjög aftur farið."1 Á síðari hluta 18. aldar áskildu stjóm-
völd sér í samningum vegna íslandsverzlunar íslenzkt kjöt á verði
undir markaðsverði2 og var hernum (aðallega flotanum) ætlað kjötið.
Hvorttveggja var afurðir sauðfjár og bitnaði á verði þeirra, en verzlan-
ir sauðfjárræktarhéraðanna hlutu um leið að skila kaupmönnum
minni gróða.
Hins vegar gerir Gísli samanburð á tekjum verzlunarinnar af afurð-
um sjávarútvegs og landbúnaðar með verðlagi sérleyfisverzlunarinn-
ar. Þannig byggist tafla 10.3., sem hann vísar oft til, á því verði, sem
ríkið áskildi sér fyrir kjöt. Skilmálar þeir, sem ríkið setti verzluninni,
voru þríhliða: Kaupmenn gátu grætt á sjávarafurðum, ríkið skyldi fá
hluta af þeim gróða í kjöti á undirverði handa hermönnum sínum, en
íslendingum skyldu tryggðar ódýrar vistir nauðsynja. Kvaðimar vom
tvöfaldar á kaupmenn sláturhafnanna, en einfaldar á kaupmenn
fiskihafnanna, enda sóttust kaupmenn frekar eftir því að fá þar verzl-
unarleyfi. Framangreind sundurliðun á tekjum íslandsverzlunarinn-
ar eftir afurðum er því út í hött.
Enn er að nefna athugasemd Gísla um prjónlesverð:3
Verslunin með prjónles var einokunarversluninni óhagstæð
eins og sjá má í töflu 10.3. Eigi að síður sóttust einokunarkaup-
mennirnir eftir því að halda henni og fyrir því lágu góðar
ástæður líkt og Carl Pontoppidan benti á árið 1787: Þótt ullar-
verslunin skoðuð ein sér skilaði tapi, var góður hagnaður af
því að skipta á ullarvörum fyrir tóbak.
Gisli skýrir þetta ekki frekar. Á tilvísuðum stað í riti Pontoppidans er
tóbak ekki nefnt. Hins vegar segir þar frá hollenzku skipi vopnuðu
sex fallbyssum, sem tekið var hér við land árið 1740 (mun hafa
strandað), hlaðið prjónlesi frá Færeyjum og íslandi og minna magni
frá Hjaltlandi. Fjárbændur og húsfreyjur þeirra hafa sýnilega séð sér
hag í því að selja tóvinnu heimilanna ólöglega í stað þess að fylgja
verðlagsákvæðum sérleyfisverzlunarinnar. Hér virðist hafa verið um
miklu meiri kaup á prjónlesi að ræða en að hollenzkir skútusjómenn
hafi aðeins verið að kaupa á sig föt, sem þá bráðvantaði í úthaldinu.
1 GG, 72.
2 GG, mynd 5.3.
3 GG, 72.