Saga - 1988, Page 150
148
BJÖRN S. STEFÁNSSON
Að túlka gerðir manna
Ekki er alltaf auðvelt að túlka gerðir fjarstaddra manna ókunnra. Gísli
eignar íslendingum 17. og 18. aldar hiklaust ýmsa eiginleika, stund-
um með tilvísun til athugana í öðrum löndum á öðrum tímum,
stundum með tilvísun til danskra manna, sem voru að afsaka lítinn
árangur í starfi sínu hér, en án annarra heimilda. Ég mun rekja nokk-
ur dæmi um einkunnir, sem íslendingar hljóta hjá Gísla.
Pegar hefur verið minnzt á, hvemig Gísli telur vörn alþingis árið
1592 fyrir frjálsri samkeppni í verzlun sprottna af íhaldssemi og
hvernig hann telur andstöðu við marköngla af sömu rótum, þótt
greinargerð Lúðvíks Kristjánssonar gefi ekki tilefni til slíks.
Á bls. 118-19 ræðir Gísli um afstöðu bónda til þess að fara í verið
eða sitja heima að búi sínu. Par er engin grein gerð fyrir, hvemig ver-
stöðvasókn og sauðakjötssölu var háttað eftir hémðum. (f riti Lúðvíks
Kristjánssonar um íslenzka sjávarhætti má finna mikinn fróðleik um
verferðir, en Gísli getur þess rits að engu.) í heimi bónda gerir Gísli
ekki ráð fyrir tillitssemi bónda við eiginkonu, börn né yngri systkini.
Ekki er óhugsandi, að slík tillitssemi hafi dregið úr skagfirzkum eða
eyfirzkum bóndasyni að fara suður í stríðið, fyrst gangandi yfir fjöll
og heiðar um hávetur og svo í lífsháskann á sjónum. Mér hefur þótt
meira undmnarefni sá heragi, sem tíðkaðist hér á vetrarvertíð, en
það, að menn hlífðu sér, og er mér raunar alls ókunnugt um slíkt.
Gísli setur gagnrýnislaust fram skoðun forstjóra ríkisverzlunarinn-
ar 1781 um, „að almenn andstaða hafi verið í landinu gegn öllum
nýjungum."1 Pegar að er gáð, orðar Bech það, sem Gísli kallar
almenna andstöðu gegn öllum nýjungum, þannig:2
thi det gaaer her som paa andre steder, at der altid findes
nogle, som sætte sig imod nye endog gode Indretninger, og er
det af dem, som ere formaaende, virker det undertiden
derhen, at saadanne Indretninger indgaae.
Hér fer því sem annars staðar, segir hann, að alltaf em þeir til, sem
snúast gegn nýjum og meira að segja þörfum fyrirtækjum, og séu þeir
í hópi þeirra, sem mega sín nokkurs, kann það að stöðva fyrirtækið.
Þeir, sem stóðu fyrir nýsköpunartilraunum ríkisins hér á landi,
1 GG, 253.
2 Bech, 56-7.