Saga - 1988, Qupperneq 151
FORSENDUR OG FYRIRSTAÐA NÝSKÖPUNAR
149
þurftu vitaskuld að afsaka vandræði sín og taprekstur. Pað er hlut-
verk sagnfræðingsins að fara ofan í saumana á málum og kanna, hvað
brást. Að því kom, að íslendingar, sem lifðu um aldir í slíkri áhættu,
að líkja má við mörg hundrað ára stríð, tóku upp nýjungar. Við spyrj-
um sagnfræðinga, hvort breytingar hafi orðið við það, að víðsýni hafi
komið í stað andstöðu við nýjungar, dirfska í stað hræðslu við
áhættu, eða hvort eitthvað hlutlægara hafi breytzt, svo að ekki þurfi
að grípa til skýringa, sem erfitt er að dæma um, svo sem áhættu-
hræðslu og almennrar andstöðu við nýjungar.
Gísli verður sjálfur fyrir barðinu á slíkum hleypidómi í ritdómi
Gustafssons.1 Gísli fjallar nefnilega um gildi íslandsverzlunarinnar fyr-
ir Kaupmannahöfn í sérstakri grein (10.5.). Gustafsson getur þess
eins, að Gísli, sem lesandi má vita, að er íslendingur, sé um það mál
sömu skoðunar og íslenzkir þjóðernissinnar hafi verið, en greinir ekki
frá rökum Gísla í málinu.
Því lengur sem ég les, því furðulegri þykir mér öll sviðsetning
Gísla á andstöðu höfðingja við samfélagsbreytingar. Fleiri eru undr-
andi. Gustafsson, sem er sérfræðingur í stjórnsýslu á íslandi á 18.
öld, segir í áðurnefndum ritdómi sínum:
But when Gísli Gunnarsson deals with the broader issues, it is
not always clear whether his statements are conclusions based
on solid research, tentative hypotheses, or pure speculation.
Að skapa sögn í sinni mynd
Afkoma höfðingja 17. og 18. aldar var háð góðri afkomu almennings.
Bjargarskortur almennings bitnaði á heimilum höfðingja. Landskuld-
'r hlutu að heimtast betur, ef gæði jarðanna voru vel nýtt, m.a. með
sjósókn og verferðum.
Ætla verður, að hugmyndaheimur höfðingja hafi miðazt við ofan-
greinda hagsmuni. Eðlilega gat orðið ágreiningur um, hvað helzt væri
W ráða til að styrkja hag þjóðarinnar. Ekki hafa komið fram sannfær-
andi dæmi um, að höfðingjar hafi snúizt gegn þjóðþrifamálum af ótta
við röskun á valdastöðu sinni. Það var meira en hagsmunir reiknaðir
í ríkisdölum, sem var í húfi, ef landbúnaðurinn brást, það var líf
almennings. Sá, sem skilur þetta ekki, hlýtur að misskilja flest
1 Harald Gustafsson: Scandimvian Studies 58, 67-8. 1986.