Saga - 1988, Síða 152
150 BJÖRN S. STEFÁNSSON
annað varðandi afstöðu 18. aldar manna til bjargræðisvega þjóðarinn-
ar.
Pegar litið er til baka, má skilja, hvaða forsendur vantaði til fram-
þróunar. Reynslan skar úr um það á fyrri hluta 19. aldar, að efna-
bændur og kaupmenn höfðu fullan hug á að nýta gæði sjávarins og
gerðu það, þegar forsendur voru til þess, og héldu þannig uppi því
merki, sem Ólafur Stefánsson hóf með atvinnurekstri sínum. Ekki
hafa verið færð rök að því, að tengsl landbúnaðar og sjávarútvegs hafi
spillt þar fyrir, hvorki í löggjöf né í atvinnuháttum.
„Sérhver öld skapar sagnritun í sinni mynd." Svo ályktar Gísli í lok
rits síns.1 Pað hlýtur samt að vera keppikefli hvers sagnfræðings að
skila þannig verki, að það sé sem minnst skapað í mynd höfundarins
eins. Gísli hefur ekki skapað þjóðfélagssögu 17. og 18. aldar í mynd
sinnar aldar með riti sínu, til þess er hún um of hlaðin hleypidómum,
sem öldin mun ólíklega vilja eigna sér.
Auk þess sem dómgirni einkennir verkið,2 vantar þar skilning
nútímans á forsendum farsællar samkeppni. Einnig skortir skilning á
því, hvernig almenningur tryggði afkomu sína á 17. og 18. öld, þegar
flest vantaði, sem almenningur hagnýtir sér nú til að jafna hag sinn,
svo sem lífeyrisréttindi, tryggingar, innstæður, fasteignir og lán.
Aftanmálsgrein
Verzlunarfyrirkomulag það, sem kallað hefur verið einokunarverzlun (mono-
polhandel) dana á Islandi, var fólgið í því, að ríkið veitti sérleyfi til verzlunar með
vissum skilyrðum. Slíkt fyrirkomulag er skyldast núverandi skipulagi á áætlunarleið-
um, þar sem stjómvöld úthluta sérleyfum á landi og í lofti og ákveða fargjald og
ferðir. Orðið monopol þýðir einkaleyfi, einkaréttur eða einokun. - Eftir afnám sérleyf-
isverzlunarinnar 1787 komust sumar verzlanir í einokunaraðstöðu vegna fámennis og
einangrunar héraðanna, einokun í verzlun var því ekki afnumin árið 1787.
1 Bls. 268.
2 Ég dæmi ekki um miðkafla ritsins, verzlunarsöguna í þrengri skilningi, því að til
þess hef ég ekki forsendur.