Saga - 1988, Qupperneq 156
154
SIGURJÓN PÁLL ÍSAKSSON
Guðmundssonar,1 og hann ímyndaði sér að taugreptr salr hafi
verið sömu merkingar og ,vandahús', sem hafi verið í líkingu
við uppmjóa kofa sama á síðari öldum og hafi verið venjulegt
húsalag norrænna manna á forsögulegum tíma. Gallinn er sá,
að mjög er hæpið að taug hafi haft þá merkingu sem Valtýr og
fleiri hafa viljað gefa orðinu og í annan stað væri hlutverk
,tauganna' í slíkri byggingu æði frábrugðið hlutverki rafta í
þaki.
Aðrir skýrendur, þeirra á meðal Finnur Jónsson, hafa talið
að taug væri hér sömu merkingar og endranær, þ.e. ,band',
,reipi', en taugarnar gegndu hlutverki rafta, taugreptr salr væri
hús „hvis raptar, sparrer, er taugar = tove, hvis tag bæres af
tove og ikke som ellers i hvert ordentligt hus af tammer-
stokke."2 Á sömu skoðun var t.a.m. Gustav Neckel, sem sagði
hér vera um að ræða „typus einer dúrftigen hútte im baum-
armen lande."3 [kofagerð fátækra í timbursnauðu landi].
Stefán kemst að þeirri niðurstöðu, að þetta orð lýsi smæð hússins
með því að tilgreina raftatöluna, hliðstætt geitatölunni í vísuorðinu á
undan. Vísuhelmingurinn yrði því þannig, með nútíma stafsetningu:
þótt tvær geitur eigi
og tugreftan sal,
það er þó betra en bæn.
Undirritaður er þó þeirrar skoðunar að þeir Finnur Jónsson og Gustav
Neckel hafi verið nær hinu sanna, og skulu nú færð rök fyrir því.
Litið til Bretlandseyja
Orðið ,raftur' er talið skylt orðunum ræfur og rjáfur. Norræna rótin er
raf, úr indógermönsku rep, skylt rífa (ræmu af einhverju).4 Ótal sam-
setningar eru til af orðinu raftur og afleiddum myndum þess, svo sem
1 Privatboligen pi Island i sagatiden (Kh. 1889), 110-16.
2 Hávamál (1924), 48.
3 Edda ... II. Kommentierendes Glossar (2. útg., Heidelberg 1936), 172.
4 Jan de Vries: Altnordisches Etymologisches Wörterbuch (2. útg., Leiden 1962) 431, 436.
Ennfremur - Alexander Jóhannesson: Isldndisches Etymologisches Wörterbuch (Bem
1952), 721-22. Sjá einnig aftanmálsgrein 1.