Saga - 1988, Page 157
AF TAUGREFTUM SAL HÁVAMÁLA
155
alreftur, birkirefti, fáreftur, fjalrefti, flatreftur, gisreftur, grenirefti,
helluárefti, hrísluleggjaárefti, hvalbeinsárefti, raftafár, raftskógur,
reftingarlag, þéttreftur, þunnreftur, þverreftur o.fl. o.fl.1
Að ,refta' merkir að koma fyrir röftum eða viðum þeim, sem halda
uppi þekjunni. Langbönd eða (birki)lurkar milli rafta og þekju kallast
árefti. Þekjunni má skipta í tvo flokka eftir gerð innsta byrðis, hellu-
þök og tróðþök. Hellan var lögð á rafta eða súð, og sköruð til að koma
1 veg fyrir leka. Stærstu hellurnar, sem kallaðar voru upsahellur, voru
lagðar af torfveggjunum upp á neðstu brún timburþaksins. Hellu-
þökin höfðu þann ókost að vera mjög þung og þurfti því öflugri mátt-
arviði í húsin. Innsta byrði tróðþaka var hrís eða lyng, ýmist lagt á
rafta eða súð. Ofan á þessu innsta byrði var sjálf torfþekjan.2
En hvað merkir orðið ,taugreftur'? Vel má gera því skóna, að taug-
arnar hafi verið notaðar til að halda uppi torfinu, eða því, sem notað
var í þekjuna, svipað og Finnur Jónsson hugsaði sér. Þær gætu því
hafa gegnt hlutverki rafta eða áreftis. En eru til dæmi um slík þök?
Margir hinna fremstu landnámsmanna komu frá byggðum nor-
rænna manna á Bretlandseyjum, einkum Suðureyjum. Helgi Þorláks-
son sagnfræðingur hefur sýnt fram á með góðum rökum, að Odda-
verjar hafi haft náin tengsl við Orkneyjar fram á fyrri hluta 13. aldar.3
Orkneyinga saga, sem rituð var um eða fyrir 1190, ætti og að staðfesta
slíkt samband. Því er ekki óeðlilegt að líta til Bretlandseyja til að fá
skýringar á vafaatriðum í íslenskum fornritum.
Fornlegustu hús í nyrstu byggðum Bretlandseyja voru gerð af
hlöðnum steinveggjum og þakið oft úr hálmi, lyngi eða flögugrjóti. Á
19. öld var farið að kalla þessi hús ,tigh dubh' á gelísku, sem útleggst
/blackhouse' á ensku. Það nafn er að jafnaði notað, þar sem enskan
hefur náð yfirhöndinni. Húsin eru til af ýmsum gerðum, en í sinni
frumstæðustu mynd, t.d. á St. Kildu, voru þau án glugga og reyk-
háfs. Dyr voru á miðjum hliðarvegg. Oftast var vistarvera fólks-
1 Ég þakka upplýsingar frá Orðabók Háskólans, en þaðan fékk ég skrá yfir þessi sam-
settu orð. Textadæmi má taka úr Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns IV (Kh.
1927), 194: „Raftvið má hér ekki kalla, þó að gott tróð af skóginum styrki gisreftan
grenivið."
2 Hörður Ágústsson: íslenski torfbærinn. - Uppbygging og innansmíð. tslensk þjóð-
menning I (Rvík 1987), 308-16.
2 Helgi Þorláksson: Snorri Sturluson og Oddaverjar. Snorri átta alda minning (Rvík
1979), 53-88. Sjá einmg aftanmálsgrein 2.