Saga - 1988, Page 159
AF TAUGREFTUM SAL HÁVAMÁLA
157
ins á hægri hönd, en til vinstri pláss fyrir einhver húsdýr, t.d. kýr.
Eldur logaöi á gólfi og voru húsin að jafnaði hálffull af reyk. Brátt
settist sót á þekju og veggi, svo að húsin urðu svört að innan; þar
af er nafnið dregið. Þessi hús höfðu ekkert sérstakt heiti á norræna
málinu í Orkneyjum (nom), en e.t.v. mætti kalla þau steinskála á
íslensku.
Dr. Alexander Fenton, yfirmaður þjóðháttadeildar skoska þjóðminja-
safnsins, hefur samið mikið rit um þjóðhætti í Orkneyjum og á Hjalt-
landi.1 Þar fjallar hann m.a. um þök á gömlum húsum og birtir mynd-
lr til skýringar. Ekki verður betur séð en þarna blasi við taugreft þök.
En grípum nú niður í bók Fentons, til að fá nánari skýringar:
Hálmþök vom algeng í Orkneyjum á fyrri tíð, en það hve
greiður aðgangur var að flögugrjóti (flagstones), réð miklu um
hvernig þök menn gerðu. ... (181).
í Orkneyjum og á Hjaltlandi vom nær eingöngu notuð
spermþök með skammbita (sperrnr í A-formi). Engin dæmi
em um að stoðir, sem ná niður á gólf, hafi borið uppi þök. ...
Venjulega hvíla spermrnar ofan á hlöðnum (grjót)veggjum. ...
Hallandi steinhellum var raðað hlið við hlið ofan á tveggja feta
þykka veggina, og látnar skaga 8-10 cm út fyrir brún. Þær kall-
ast upsahellur (aisen-plates) eða vegghellur (wa' (wall) plates),
[ofsahelliks á Hjaltlandi]. Á spermrnar vom negldar lektur
(lath eða laight, norska lekte, danska lægte), þær neðstu
u.þ.b. 1,1 m ofan við upsirnar, þær efstu uppi undir mæni.
Nú var hægt að vefa í þakgrindina á sérstakan hátt með
hálm- eða beitilyngsreipum, í stað þess að nota timburrafta.
Endi reipis var festur um neðstu lektuna öðrum megin, síðan
var reipið lagt yfir mæninn og því brugðið um neðstu lektuna
hinum megin. Þetta síðan endurtekið þar til búið var að „vefa"
í alla þakgrindina með reipum. Fersk, gulleit hálmreipin
mynduðu fallegt munstur uppi í ræfrinu. Fyrst í stað birti í
dimmum húsakynnum bóndans, en þegar reykurinn, sem
smaug um allt, hafði mettað reipin af sóti, og rakinn breytt því
í efni áþekkt tjöru, sem draup niður í takt við breytingar á
The Northem lsles, Orkney and Shetland (Edinburgh 1978), 721 bls. Sjá einkum
kaflann: Roofing techniques, 175-190. Þýðingin sem fer hér á eftír er lausleg og gerð
af höf. Dr. Fenton veitti birtingarleyfi, sem hér skal þakkað.