Saga - 1988, Page 160
158
SIGURJÓN PÁLL ISAKSSON
rakastigi, þá var reipamunstrið ekki lengur neitt augnayndi. ...
Pessi byggingaraðferð er ekki ný, því hún var algeng árið 1845
í St. Andrewssókn, þar sem flest bændabýli voru þakin hálmi
eða beitilyngi, þó að brúklegar þakskífur (flögugrjót) mætti fá
á einum stað. ...
Þegar búið var að vefa í þakgrindina, var þunnum hellum
raðað á upsahellurnar, þannig að efri brún þeirra Iægi á
[neðstu] lektunum. Hellumar og reipin vom svo hulin með
allt að 30 cm þykku lagi af hálmi, og til að hlífa hálminum gegn
veðri og vindum, var hann bundinn niður með reipum og
steinar notaðir sem sig. í Orkneyjum vom þeir kallaðir bendil-
steinar (bendlin' stones, bendill=band, norsk mállýska bend-
el=hálmstrá sem bmgðið er um knippi). ... 1 Orkneyjum
þurfti því gífurlegt magn af reipum í þök, mun meira en á
Hjaltlandi, og öll voru þau handsnúin úr hálmi eða beitilyngi.
... Líklega var beitlyng meira notað í reipin á fyrri öldum, því
að hálmurinn var þá hafður í fóður handa skepnum. ... (182-
87).
Það var iðja karlmanna á löngum vetrarkvöldum, að snúa
saman þessi tvíþættu reipi. Þau vom kölluð ,links' eða
,simmens' (fornskoska siming, 1616, síma=hálmreipi [band]).
Vanir menn gátu undið þau þannig, að á þeim væri lítill snúð-
ur (Hjaltland snud, norsk mállýska snu(d), sænsk mállýska
snod=snúður), eða a.m.k. náð honum úr áður en þau vom
undin upp í stóra hnykla til síðari nota. Hálmreipi þoldu illa
mikil vetrarfrost, og þurfti því að gera við þökin annað hvert
ár. (176). Bönd gerð úr beitilyngi entust mun lengur en hálm-
reipi. (180).
Rétt er að geta þess, að sjálft burðarformið, spermþakið, er talið
yngra en Hávamál. En það breytir ekki því, að þessi byggingartækni
(að nota hálm- eða beitilyngsreipi til að bera uppi þekjuna og halda
henni í skorðum), gæti vel verið ævaforn.1 Að sögn Fentons höfðu
hús á Hjaltlandi nokkra sérstöðu; þó virðist sem áhrifa frá Orkneyjum
hafi gætt á Dynrastarnesi, sem er syðst á Hjaltlandi. (126).
í Suðureyjum og víðar tíðkaðist hliðstæð byggingartækni. Sem
dæmi er hér birt mynd af ærið fmmstæðum steinskála á St. Kildu,
1 Sjá aftanmálsgrein 3.