Saga - 1988, Page 163
AF TAUGREFTUM SAL HÁVAMÁLA
161
Uppruni Hávamála
Orkneyjar voru aö fornu mikilvæg stjórnsýslumiðstöð, aðsetur jarla
og biskupa og eðlilegur áfangastaður kaupmanna. Velmegun virðist
hafa verið allmikil þar á 12. öld og menningarlíf í blóma. Til merkis
um mikilvægi Orkneyja á þessu skeiði má nefna, að eitthvert nyrsta
hérað Skotlands heitir enn í dag ,Sutherland' = Suðurland. Og Hebri-
deseyjar, sem eru norðvestan Skotlands, hétu að fornu Suðureyjar.1 í
báðum tilfellum er sjónarhóllinn Orkneyjar.
Nú má spyrja hvort 36. erindi Hávamála sé ort í Orkneyjum, eða þar
í grennd. í Orkneyjum komu saman fjölbreytilegir menningar-
straumar, af hinu norræna, enska og gelíska menningarsvæði. Vitað
er að kveðskapur var í hávegum hafður, a.m.k. meðal yfirstéttarinn-
ar. Darraðarljóö í Njálu eru talin ort á Katanesi, í ríki Orkneyjajarla.
Rögnvaldur jarl kali (d. 1158) var gott skáld og segir í kunnri lausavísu:
hvárttveggja kannk hyggja / harpslátt og bragþáttu. Um 1145 orti
hann Háttalykil inn forna, ásamt íslendingnum Halli Þórarinssyni.
Háttalykill hefst á tveim vísum undir ljóðahætti, en undir þeim hætti
er meginhluti Hávamála:
1 Skyldr at skemmta
þykkik skötnum vera
þeim er vilja nýt mál nema,
fom fræði
lætk fram of borin,
ef þér vilið heyrt hafa.
2 Barn at aldri
þykkik brögnum vera,
þó hefk fom tíðindi [fregit;
sjannligar sögur
þykkjumk [segja kunna]
fyr löngu liðnar.2
t Nafnið Suðureyjar tórir enn í titli biskupsins, sem kallaður er ,bishop of Sodor and
Man'. Sjá G.V.C. Young: History of the Isle of Man under theNorse (Mön 1981), 204-8.
2 Finnur Jónsson (útg.): Den Norsk-Islandske Skjaldedigtningen B 1 (Kh. 1973), 487-88.
Ljóspr. eftir frumútg. 1912-15. Seinni vísan er hér lagfærð, sbr. Jón Helgason og
Anne Holtsmark: Háttalykill enn forni. Bibliotheca Arnamagnæana I (Kh. 1941), 36-7.
11