Saga - 1988, Blaðsíða 164
162
SIGURJÓN PÁLL ISAKSSON
Annað þekkt skáld þar í eyjunum, var Bjarni biskup Kolbeinsson
(varð biskup 1188, d. 1222). Hann hafði nokkur kynni af íslending-
um, var t.d. vinur Hrafns Sveinbjarnarsonar og sendi honum miklar
gjafir.1 2 Talið er að Bjarni sé höfundur hins svokallaða málsháttakvæð-
is, sem er að efni áþekkt Hávamálum. Þar segir t.d.:
jafnan fagnar kvikr maðr kú,
kennir hins að gleðjumk nú.
5 Alllítit er ungs manns gaman,
einum þykkir daufligt saman,
2
Annars skal hér ekki reynt að finna höfund Hávamála, aðeins hug-
leitt hvort taugreft hús hafi að fornu tíðkast víðar en £ ríki Orkneyja-
jarla. Nær óhugsandi er, að Norðmenn hafi notað reipi í þök í stað
rafta, þar sem gnótt var viðar í Noregi. Og þó að hálmþök hafi líklega
verið til á íslandi á fyrstu öldum byggðar, er ólíklegt að þau hafi verið
,taugreft' í eiginlegum skilningi. A.m.k. hefði lítil skynsemi verið í
því að nota reipi úr hálmi, melstöng eða beitilyngi til að bera uppi
þekjur, þegar raftviður var nærtækur í skógum landsins. Eðlilegast er
að hugsa sér, að vísan sé ort í Orkneyjum, á Hjaltlandi eða í Suður-
eyjum, eðaa.m.k. afmanni sem hefurbúið þarum skeið. Þessareyjar
hafa snemma orðið skóglausar og frumbyggjarnir neyðst til að nota
annað en timbur í húsþök sín.3 Rekavið eða aðkeypt timbur notuðu
þeir að vísu í burðargrind þaksins. Norska yfirstéttin sem lagði undir
sig eyjarnar, hefur trúlega flutt inn húsavið frá Noregi, og hafa híbýli
hennar öll verið veglegri og reisulegri en taugreftir kofar frumbyggja
og fátæklinga.4 En þeir sem áttu tvær geitur og taugreftan sal voru þó
a.m.k. ekki bónbjargamenn.5
1 Helgi Porláksson (1979), 64 o.v.
2 Finnur Jónsson: Sama rit B II, 139. Sbr. 70. og 47. erindi Hávamála.
3 I Orkneyinga sögu segir svo um Torf-Einar Rögnvaldsson, sem varð jarl í Orkneyjum
um 875: „Hann fann fyrstur manna að skera torf úr jörðu til eldiviðar á Torfnesi á
Skotlandi, því aðillt var til viðar í eyjunum."íslenzkfornrit XXXIV(Rvík 1965), 11.
4 Sjá aftanmálsgrein 4.
5 Sjá aftanmálsgrein 5.