Saga - 1988, Síða 170
168
OLAV RISTE
Hernaðarumsvif Norðmanna á íslandi
Hinn 12. ágúst 1940 kom E. Marstrander sjóliðsforingi til Reykjavíkur
til að starfa í þjónustu breska aðmírálsins þar („Admiral Command-
ing Iceland") sem tengiliður hans við norsk hemaðaryfirvöld. Par
með hófust formlega hernaðarleg afskipti Norðmanna af íslandi.
Marstrander gekk á fund forsætis- og utanríkisráðherra íslands og
gerði þeim grein fyrir, að norska herstjómin hefði í hyggju að hafa
norsk eftirlitsskip hér við land og ennfremur að senda hingað sveit
skíðahermanna. Áður en þetta gerðist, var þegar búið að stefna fyrsta
skipinu úr norska flotanum til Reykjavíkur, flutningaskipinu
„Vestfjord", sem ætlað var að flytja birgðir til allmargra varðstöðva
við íslandsstrendur. Norskir hermenn vom einnig sendir til sumra
þessara varðstöðva. Þegar kom fram á haustið 1940, voru eftirlitsskip-
in í norsku flotadeildinni við ísland orðin fjögur talsins, og þrjú skip
bættust síðan við vorið og sumarið 1941. Skipin sinntu ýmsum verk-
efnum, fylgdu skipum í strandsiglingum, fylgdust með tundurdufl-
um og fóm í leiðangra til norsku eftirlits- og veðurathugunarstöðvar-
innar á Jan Mayen. Mánuðina júlí til september 1941 gegndi fjórða
deild flotans störfum hér við land. Hún hafði á að skipa átta sérstak-
lega búnum fallbyssubátum og var staðsett í Reykjavík og í Vest-
mannaeyjum. En brátt kom í ljós, að þessi léttu skip voru lítt til
aðgerða fallin í misjöfnum veðrum við íslandsstrendur.1
Staðsetningu hermanna úr norska landhemum á íslandi má rekja
til óska frá yfirmanni breska hersins hér. Hann vildi fá til liðs við sig
sveit skíðahermanna, sem gegnt gæti björgunarstörfum, jafnframt
því sem meðlimir hennar kenndu breskum hermönnum á skíðum. í
fyrstu var hér um að ræða lítinn hóp sjálfboðaliða, sem myndaði sér-
sveit undir breskri lögsögu, en um áramótin 1940-41 var sveitin
endurskipulögð sem deild í norska hernum. Herdeildin fékk liðsauka
frá norska stórfylkinu í Skotlandi og hafði þá á að skipa um 60 manns.
Hún hafði bækistöðvar á Akureyri. Fyrir árslok 1941 hafði herdeild-
inni enn vaxið ásmegin, en þá voru um 110 menn undir merkjum. Er
hér var komið sögu, var herdeildinni einnig ætlað að vera bakhjarl og
1 Um athafnir norska flotans við lsland, sjá E.A. Steen, Norges Sjekrig, bd. VII: Mari-
nens operasjoner i arktiske farvann og i Island, pd Grenland, jan Mayen og Svalbard (Gyld-
endal, Oslo 1960), kaflar 4-5, 8 og 10.