Saga - 1988, Page 173
ISLAND OG NOREGUR 1940-45
171
varalið gæslusveitar Norðmanna á Jan Mayen. Herdeild þessi dvald-
ist á íslandi fram í júnímánuð 1944, þegar hún var kvödd aftur til
Skotlands.1
Þekktustu hernaðarumsvif Norðmanna á íslandi á styrjaldarárun-
um tengjast þó flugsveit norska sjóhersins („330 Norwegian Squa-
dron"), sem sett var á laggirnar vorið 1941. Þetta var fyrsta flugsveitin
af fjórum, sem norska útlagastjórnin kom í gagnið. Að nokkru réð til-
viljun því, að henni var valinn staður á íslandi, en einnig kom hér til,
hvaða flugvélategund sveitin hafði til umráða - Northrop 3 PB. Þetta
voru flugvélar, sem sjóherinn hafði samið um smíði á fyrir flugsveitir
sínar, áður en stríðið hófst, en þær voru ekki tilbúnar til afhendingar,
þegar Þjóðverjar réðust á Noreg. Vélarnar voru fengnar norska flug-
hernum veturinn 1940-41, en einmitt um þær mundir var verið að
koma honum á fót í Kanada. Þar eð strandgæslusveitir breska flug-
hersins („Royal Air Force") áttu engar flugvélar af þessari gerð og þar
með enga varahluti í þær, var ákveðið að staðsetja flugsveitina á ís-
landi í því skyni að efla eftirlit með siglingu skipalesta á norðanverðu
Atlantshafi.
Flugsveit 330 réð yfir 18 flugvélum og 200 manna liði. Hún hafði
bækistöðvar sínar í Fossvogi allt frá upphafi aðgerða sinna í júní
1941. Síðar það sumar voru sett á fót „útibú" frá flugsveitinni á Akur-
eyri og Reyðarfirði, en þaðan var auðveldara um vik að fylgjast með
siglingu skipalestanna til Norður-Rússlands. Northropvélarnar voru
sjóflugvélar, tiltölulega langfleygar, og gátu náð drjúgum hámarks-
hraða. Þeim var hins vegar hætt ef út af bar með veður, enda eins-
hreyfils og án afísingarbúnaðar. Sex flugvélar fórust veturinn og vor-
ið 1941-42 - þar af tvær af ókunnum orsökum á eftirlitsflugi á hafi úti.
Sumarið 1942 komu fimm tveggja hreyfla Catalínaflugbátar til liðs við
flugsveitina og fjölgaði þá flugliðum upp í 400 manns. Þær vélar voru
betur vopnum búnar og enn langfleygari.
Veikleikar Northropvélanna voru slíkir, að allt kapp var lagt á að
taka þær úr notkun, enda var ákveðið fyrir árslok 1942, að flugsveitin
lengi til umráða nýjar og öflugri flugvélar - svokallaða Sunderland-
flugbáta - en jafnframt yrði hún flutt frá íslandi. Frá aprílmánuði 1943
Var henni valinn staður í Orbanflugstöðinni á vesturströnd
1 Um deild norska landhersins á Islandi, sbr. Steen, op. cit., og E. Fjærli, Den norske
hxr i Storbritannia 1940-1945 (Tanum-Norli, Oslo 1982), s. 211-14.