Saga - 1988, Side 174
172
OLAV RISTE
Skotlands. Par með var lokið íslandsþættinum í lofthernaðarsögu
Norðmanna. Á rúmu einu og hálfu ári fór flugsveit 330 í 246 kafbáta-
leitarleiðangra, 379 ferðir til fylgdar skipalestum, 250 almennar
könnunarferðir, og 18 sinnum flugu Norðmenn með sjúka.1
„Norðurslóðastefna" Halvdans Kohts
Hér að framan var getið tveggja ástæðna fyrir því, að hluti af herafla
norsku útlagastjórnarinnar var staðsettur á íslandi: Pað gerði Norð-
mönnum kleift að koma fram sem sjálfstæður styrjaldaraðili, og
veðurfar og landfræðilegar aðstæður stuðluðu einnig að því, að líta
mátti á aðgerðirnar á íslandi sem lið í undirbúningi að frelsun
Noregs. í því efni höfðu þó umsvifin á Bretlandseyjum algeran
forgang. En áttu aðrar og djúprættari pólitískar ástæður hér einhvern
hlut að máli?
Embættismenn í breska utanríkisráðuneytinu voru ekki grunlausir
um, að norsk stjórnvöld kynnu að ala með sér drauma um pólitísk
framtíðaráhrif á hinu gamla norræna valdsvæði. Þegar flugmálaráðu-
neytið breska beindi þeirri fyrirspurn til breska utanríkisráðuneytis-
ins („Foreign Office") í október árið 1940 - nánast fyrir siða sakir -,
hvort eitthvað væri við það að athuga frá pólitísku sjónarmiði að stað-
setja norska flugsveit á íslandi, urðu viðbrögð starfsmanna í Norður-
landadeild ráðuneytisins þau að skjóta málinu til breska sendiherrans
í Reykjavík til umsagnar. En Howard Smith sendiherra svaraði því til,
að hann sæi enga pólitíska annmarka á slíkri ráðstöfun.2
Grunsemdir breska utanríkisráðuneytisins um norska stórveldis-
drauma voru ekki bundnar við ísland eitt. Skömmu áður en Halvdan
Koht lét af embætti utanríkisráðherra Noregs, átti hann tal við Sir Cecil
Dormer, sendiherra Breta hjá norsku útlagastjóminni. í samtalinu bar
m.a. á góma norska heraflann, sem verið var að koma á fót í Skot-
landi, en norsk stjórnvöld höfðu mikinn hug á, að þessi herafli fengi
verkefni við hæfi í stríðsrekstri bandamanna. Því vakti Koht máls á,
1 Um flugsveit 330 á íslandi, sjá F. Meyer, Hærens og Marinens Flyvápen 1912-1945
(Gyldendal, Oslo 1973), s. 213-234. Einnig A. Steffen-Olsen, LuftforsvaretslFlyvápn-
enes innsats under den andre verdenskrig: Marinens flyvápen 1940, 330 (N) Squadron
1941-1945 (fjölrit, Oslo 1984).
2 PRO (Public Record Office, London), FO 371/24838, N 7008/5670/30.