Saga - 1988, Page 176
174
OLAV RISTE
neinn hátt, utan hvað hann taldi þær „án nokkurs vafa" eiga sér stoð
í veruleikanum. Pó er ekki loku fyrir það skotið, að Sir Cecil hafi haft
beina vitneskju um hugmyndir, sem voru á sveimi meðal ráðherra í
norsku útlagastjórninni í London haustið 1940.
Pað er engum efa undirorpið, að fundir Kohts með forystumönn-
um í Færeyjum - einkum Jóannesi Paturssyni kóngsbónda - höfðu
veruleg áhrif á norska utanríkisráðherrann. Til þeirra má að öllum lík-
indum rekja, að í greinargerð til norsku stjórnarinnar í september
1940 um framtíðarsamstarf Norðmanna við önnur ríki, leggur Koht
áherslu á, að styrjaldarþátttaka Norðmanna taki mið af hagsmunum
þeirra á norðaustanverðu Atlantshafi. Petta gæti m.a. gerst með þeim
hætti,
að norski flotinn sinnti alveg sérstaklega eftirliti á þessum
slóðum, eins og hann hefur raunar þegar gert, og einnig ætti
að stefna að því, að norski landherinn beitti sér með svipuðum
hætti þegar þar að kæmi.
Koht stóð einnig stuggur af framtíðaráformum Bandaríkjamanna á
Grænlandi. Pá lýsti hann beinlínis þeirri skoðun sinni, að „Færeying-
ar [hlytu] að stríði loknu að verða að fá tækifæri til að kjósa um það,
hvort þeir vildu tengjast norska ríkinu."1
Að sjálfsögðu verður að skoða umhyggju Kohts fyrir Færeyjum og
Grænlandi í ljósi þeirrar stöðu, sem Danmörk var í eftir innrás og her-
nám Pjóðverja 9. apríl 1940: í reynd þýskt Ieppríki og um leið van-
megna að halda uppi eða verja yfirráðarétt sinn yfir dönsku
nýlendunum á norðaustanverðu Atlantshafi. Sú hætta blasti við, að
Bandaríkjamenn og Bretar tryggðu sér til frambúðar yfirráðin yfir
þessum „stjórnlausu" dönsku eyjum. Einkum taldi Koht ástæðu til að
óttast þetta, ef stríðinu lyki með einhvers konar málamiðlun milli
Breta og Pjóðverja, en slíka niðurstöðu taldi hann hugsanlega. íbúar
umræddra landa ættu að eiga síðasta orðið um framtíð sína ef til slíks
kæmi. Kysu þeir samband við Noreg, væri það mikið fagnaðarefni.
Við verðum því að varast að lesa of mikla „stórveldisdrauma" út úr
þeim hugmyndum, sem Koht reifaði sumarið og haustið 1940. Hér
var þó heldur ekki um einberar hugdettur að ræða. Frá hendi Kohts
1 UD (Utenriksdepartementets arkiv, Oslo) 34.1/19, frá Koht, „PM: Visse utanriks-
politiske sporsmál", ódagsett, frumdrög 11.-12. sept. 1940.