Saga - 1988, Síða 177
ISLAND OG NOREGUR 1940-45
175
liggur fyrir annað skjal með yfirskriftinni „Stefna Norðmanna í styrj-
öldinni." Það er merkt sem „algjört trúnaðarmál", og þar reifar Koht
ítarlega það, sem hann kallar „stefnu okkar á norðurslóðum."
Skjal þetta er dagsett 17. október 1940 og er þar lagt út af greinar-
gerð Tors Gjesdahls, blaðafulltrúa norska sendiráðsins í Washington,
um þátt Norðmanna í vörnum íslands. Koht fjallar í víðtækara sam-
hengi um áformin um að staðsetja norskar hersveitir á íslandi. í upp-
hafi máls síns hafnar hann gersamlega hugmyndum um endurreisn
gamla „norska stórveldisins," sem norskir nasistar voru farnir að bás-
una um þessar mundir.
Tal af þessu tagi brýtur gegn allri ærlegri þjóðernishugsun;
einu landvinningarnir í anda þjóðernishyggjunnar eru þeir að
endurheimta land, sem byggt er Norðmönnum, og jafnvel í
slíkum tilvikum verða íbúarnir sjálfir að fá að kveða upp úr
með, hvort þeir vilja tilheyra norska ríkinu eða ekki.
Koht bætir síðan við: „En frændþjóðir Norðmanna hljótum við að
aðstoða eftir megni, sjálfra okkar vegna jafnt sem þeirra."
Enn voru það Færeyjar, sem voru Koht efst í huga:
Samband Færeyja og Danmerkur hefur nú rofnað algerlega,
og þegar friður verður saminn á sínum tíma, verða Færeyingar
sjálfir að fá að ákveða, hvort þeir vilja hverfa aftur undir stjórn
Dana, tengjast einhverju öðru ríki eða fá fullt sjálfstæði. Ég
efast um, að margir eyjaskeggjar hugsi í alvöru þá hugsun, að
þeir geti staðið einir og óstuddir, en hætt er við að skoðanir
geti orðið skiptar um, hvort leita beri halds og trausts hjá
Dönum, Norðmönnum eða Bretum. En eflaust teldu Færey-
ingar síst kreppt að frelsi sínu, ef gæsluliðið á eyjunum væri
norskt. Raunar er ég þeirrar skoðunar, að hervernd Norð-
manna, meðan stríðið stendur, myndi vekja og glæða bróður-
þel Færeyinga í okkar garð, og hugur þeirra á eftir standa meir
til tengsla við Noreg.
Koht lagði þessa hæpnu kenningu sína um hervernd sem upp-
sprettu bróðurþels einnig til grundvallar óskum sínum um að hafa
n°rskar hersveitir á íslandi. Reynsla norsku hermannanna, sem
Srr>átt og smátt voru sendir til íslands frá og með hausti 1940, varð þó
aÉt önnur: Tæpu ári síðar hafði norski sendiherrann í Reykjavík þá
sögu að segja, að „norsku hermennirnir voru í fyrstu afar vinsælir, en