Saga - 1988, Page 178
176
OLAV RISTE
eftir því sem þeim hefur fjölgað, hefur viðmótið í þeirra garð orðið
kuldalegra."1 Koht gerði þrátt fyrir allt skarpan greinarmun á Færeyj-
um og íslandi.
En ég vil leggja áherslu á, að íslendingar halda fast við full-
veldi sitt og varast verður öll áform um að tengja ísland Nor-
egi. ísland er frjálst og fullvalda ríki og svo hlýtur að verða
áfram.2
Hvað ísland varðaði, bjó Koht því ekkert annað í huga en efla og
treysta sem best samvinnu tveggja alfrjálsra frændþjóða.
Ekki liggur fyrir, hverjum var send þessi greinargerð, né heldur er
kunnugt um viðbrögð við henni - utan hvað ónafngreindur lesandi,
trúlega úr utanríkisráðuneytinu, hefur sett stórt spurningamerki á
spássíu, þar sem ræðir um það, sem ég hef nefnt hæpna kenningu
um samhengi milli herverndar og vaxandi bróðurþels. Hugmyndirn-
ar um, að Færeyjar tengdust Noregi og sjálfstætt ísland yrði í ein-
hvers konar bandalagi við Noreg, voru þó áfram á dagskrá, enda þótt
Koht léti af embætti utanríkisráðherra síðla hausts 1940. Eftirmaður
hans, Trygve Lie, tók brátt að beita sér fyrir svipuðum hugmyndum,
en hjá honum voru þær þáttur í fastmótaðri stefnu varðandi framtíð-
arbandamenn Norðmanna: Norðuratlantshafsstefnunni.
ísland og „Atlantshafsstefna" Norðmanna
Sú öryggismálastefna, sem norska útlagastjórnin lagði drög að fyrstu
tvö styrjaldarárin, hefur verið nefnd „Atlantshafsstefnan." Markmið
hennar var tvíþætt. Einkum var henni ætlað að treysta nána sam-
vinnu og trúnaðarsamband við bresk stjórnvöld, en með þeim hætti
taldi norska stjómin sig best geta gætt þjóðarhagsmuna Norðmanna
innan stríðsbandalagsins gegn öxulríkjunum. Norðmenn urðu að
segja afdráttarlaust skilið við hefðbundna hlutleysis- og einangrunar-
stefnu sína til að ná þessu fram, en lýsa sig reiðubúna til skuldbind-
andi samvinnu um friðar- og öryggismál í framtíðinni. En þar að auki
hlaut það að vera beint hagsmunamál Norðmanna að ná varnarsam-
1 FD (Forsvarsdepartementets arkiv), skjalamappa 631: „Utenriksdepartementet.
Utenriksmelding nr. 98/1941, útdráttur úr skýrslu frá Esmarch sendiherra 15. júlí
1941.
2 UD 27. 6/3, PM frá hendi Kohts, „Norsk krigspolitikk", 17. okt. 1940.