Saga - 1988, Page 180
178
OLAV RISTE
en bæði Bretar og Bandaríkjamenn ættu að fá herbækistöðvar
í Noregi ...1
Almennt talað hlaut þessi nýja utanríkis- og öryggismálastefna
Norðmanna mjög jákvæðar undirtektir hjá breska utanríkisráðuneyt-
inu. Hér verður áherslan þó lögð á að fjalla sérstaklega um Færeyjar
og ísland í þessu samhengi, en hvað þau lönd snerti, höfðu Bretar
ýmsa fyrirvara við fyrrgreindar hugmyndir. Utanríkisráðuneytið
skaut þeim til umsagnar flotamálaráðuneytisins, en lét jafnframt
koma fram efasemdir um ágæti þess, að Norðmenn næðu tangarhaldi
á Færeyjum. Flotamálaráðuneytið svaraði og lagði áherslu á mikil-
vægi þess, að jafn hemaðarmikilvæg lönd og Grænland, ísland og
Færeyjar lytu stjórn, sem fús væri til varnarsamstarfs við Breta.
í ágúst 1940 útnefndi norska stjórnin August Esmarch til að vera sér-
legan fulltrúa (sendiherra) sinn á íslandi. Var sú ákvörðun glöggt til
marks um snemmbæran áhuga Kohts utanríkisráðherra á góðri
sambúð Norðmanna og íslendinga. Eftir nokkurt japl og jaml og fuð-
ur var trúnaðarbréf sendiherrans raunar stílað til „konungs íslands og
Danmerkur". Meðan íslendingar höfðu ekki sagt sambandslaga-
samningnum við Dani formlega upp, var Danakonungur enn kon-
ungur íslands að nafninu til.2 Esmarch þurfti um langan veg til
Islands - yfir Síberíu, um Vladivostok og San Francisco -, en á meðan
stýrði Bay aðalræðismaður sendiráðsskrifstofunni sem chargé d'affair-
es. í desember 1940 urðu íslendingar svo fyrstir Norðurlandaþjóða til
að taka upp beint stjórnmálasamband við norsku útlagastjórnina,
þegar sendiherra Islands í London, Pétur Benediktsson, afhenti
norsku stjórninni trúnaðarbréf sitt sem sendifulltrúi hjá henni.
Trygve Lie lét í ljós sama afdráttarlausa stuðninginn og fyrirrennari
hans við áform íslendinga um sambandsslit og lýðveldisstofnun, eins
og þau birtust í ályktunum alþingis 17. maí 1941. Esmarch sendi-
herra, sem verið hafði sendiherra Noregs í Kaupmannahöfn fram til
9. apríl 1940 og því einkar vel fallinn til að skilja sjónarmið Dana í
málinu, hafði hug á að miðla á einhvem hátt málum milli deiluaðila.
Trygve Lie vísaði slíkum hugmyndum á bug í einkabréfi til sendi-
1 PRO, FO 371/29421, N 214/87/30, skýrsla Dormers 11. janúar 1941.
2 FD, skjalamappa 631: Utenriksmelding nr. 67/1941, London 30. júní 1941. Varðandi
umræðuna á hvem stíla skyldi trúnaðarbréfið, sjá Halvdan Koht, For fred og fridom
i krigstid (Tiden, Oslo 1957), s. 261.