Saga - 1988, Page 182
180
OLAV RISTE
stjórn íslands, þegar sá tími kemur - sem ég vona að verði - að
samningar um Norðuratlantshafssáttmála hefjast milli
Bretlands, Bandaríkjanna, Kanada, íslands, Noregs, hugsan-
lega írlands, og ef til vill fleiri ríkja í Skandinavíu.1
Pað er greinilegt, að hér var Trygve Lie ekki að tjalda til einnar nætur.
En norska útlagastjórnin hafði einnig mikla samúð með sjálfstæðis-
viðleitni íslendinga á líðandi stund. í veislu, sem Johan Nygaardsvold
forsætisráðherra hélt íslenskum embættismönnum í London hinn 11.
júlí 1941, kom þessi afstaða skýrt í ljós. Hann óskaði íslendingum til
hamingju með „þá sögulegu ákvörðun, sem nýlega var tekin", en
benti jafnframt á, að Island og önnur norræn ríki gætu
ekki tekið þá áhættu að sigla ein á báti sem framverðir lýð-
ræðisins að yfirstandandi ragnarökum afloknum. Pjóðir okkar
verða að taka höndum saman við aðrar frelsiselskandi þjóðir,
einkum lýðræðisríkin, sem undir forystu Breta eiga nú í bar-
áttu upp á líf og dauða við einræðisríkin.2
Nygaardsvold fagnaði þar af leiðandi herverndarsamningi íslands og
Bandaríkjanna og lauk máli sínu með þeirri spásögn, að „Sögueyjan
í Atlantshafi mun héðan í frá mynda brú milli hins besta í gamla og
nýja heiminum."
í samskiptum Noregs við önnur ríki Norðurlanda hafði ísland
ótvíræða sérstöðu. Sérstaðan birtist með táknrænum hætti á sjö-
hundruðustu ártíð Snorra Sturlusonar, en hennar var minnst með
samkomu í Reykholti 22. september 1941. Par var lesið upp kveðju-
skeyti frá Nygaardsvold, en síðan flutti Esmarch sendiherra ræðu á
íslensku. Árni Pálsson prófessor tók til máls utan dagskrár, hyllti
sendiherrann - sem mælt hafði á tungu Snorra - og baráttu norsku
þjóðarinnar. „Vakti ræðan mikla hrifningu og var tekið með lang-
vinnum húrrahrópum. "3 Tæpu ári síðar - í maí 1942 - var hið sérstaka
samband íslands og Noregs áréttað enn frekar, þegar Pétur Bene-
diktsson sendifulltrúi var skipaður sendiherra hjá norsku stjórninni.
Pví starfi gegndi hann, uns hann var skipaður sendiherra
1 Trygve Lie, Med England i ildlinjen (Tiden, Oslo 1956), s. 170-71.
2 Ibid. s. 172-74. í endurminningum sínum dagsetur Trygve Lie þessa veislu hinn 11 ■
júní, sem væntanlega er prentvilla fyrir júlí. Tilkynningin um hervemdarsamning
lslands og Bandaríkjanna var ekki birt fyrr en 7. júlí, sama daginn og bandarískur
her steig á land. Sbr. Elfar Loftsson, lsland i Nato (Göteborg 1981), s. 131.
3 FD 631. „Utenriksdepartementet." Utenriksmelding nr. 124/1941.