Saga - 1988, Page 183
ISLAND OG NOREGUR 1940-45
181
íslands í Moskvu í janúar 1944. Þá varð Stefán Porvarðsson, skrif-
stofustjóri utanríkismáladeildar stjórnarráðsins, sendiherra hjá
norsku stjórninni.1
Viðhorf Breta
Frá vorinu 1941 hélt norska stjórnin áfram að vinna að Atlantshafs-
stefnu sinni. Par skipaði ísland mikilvægan sess vegna augljóss hern-
aðarmikilvægis landsins. Haustið 1941 gekk Trygve Lie fram fyrir
skjöldu í málinu með fyrirlestri fyrir breska sérfræðinga í utanríkis-
naálum, sem hann hélt í Balliol College í Oxford. Hinn 14. nóvember
1941 birtist endurskoðuð gerð fyrirlestursins á prenti í The Times. í
fyrirlestrinum sagði Lie meiningu sína umbúðalaust, en fór gætilegar
1 sakirnar í greininni í The Times.
Það sem mig dreymir um er samningur um varnir á Norður-
Atlantshafi milli Bretlands, Bandaríkjanna og Kanada, sem
einnig tæki til Grænlands og íslands. Ef slíkur samningur yrði
gerður, myndu Norðmenn óska eftir aðild að honum vegna
eigin varna ...
sem Trygve Lie gekk einkum til, var að sjálfsögðu að vekja
áhuga Breta á þessari hugmynd. Svo fór líka, að ýmsir helstu áhrifa-
menn í breska utanríkisráðuneytinu lýstu við hana stuðningi. Pað,
seni lengi vel hélt aftur af þeim að ræða þessi áform við norsk
stjórnvöld, voru áhyggjur þeirra af hugsanlegum viðbrögðum nýjasta
l’andamanns síns í röðum stórveldanna - Sovétríkjanna.
Stalín er einmitt óðfús að ræða framtíðaráform af þessu tagi
við okkur. Ef hann kæmist að því, að við - og kannski Banda-
ríkjamenn líka - værum að ræða slíkar hugmyndir við norsk
stjórnvöld án hans vitundar, þá yrði fjandinn laus.
Þannig komst Sir Orme Sargent, aðstoðarráðuneytisstjóri utanríkis-
ráðuneytisins, að orði um tillögu eins undirmanna sinna um að
hreyfa hugmyndinni við Bandaríkjastjórn.
Viðhorfin í þessu efni breyttust eftir fund Anthonys Edens, utanrík-
'Sráðherra Breta, með Stalín á jólum 1941. Stalín lét þá í ljós þá
skoðun, að með vissum skilyrðum gæti hann vel fallist á vamarsam-
* Stórþingið, Den norske regjerings virksomhet fra 9. april 1940 til 22. juni 1945: Departe-
nentets meldinger. Bd.l, s. 49 (Oslo 1958).