Saga - 1988, Síða 184
182
OLAV RISTE
starf Vestur-Evrópuríkja að stríði loknu og þar með breskar herstöðv-
ar í Noregi og Danmörku. Sir Orme Sargent kallaði því þegar í árs-
byrjun 1942 saman fund embættismanna í utanríkisráðuneytinu til að
ræða áætlun Trygve Lies. Fundargerðin vitnar um eindreginn stuðn-
ing við megindrætti Atlantshafsstefnunnar. En bresku embættis-
mennirnir voru engan veginn blindir á þau vandamál, sem orðið
gætu í veginum - ekki síst hvað ísland áhrærði, en einnig í samskipt-
um við Dani vegna stöðu Færeyja. Varðandi Færeyjar vísuðu menn til
yfirlýsingar Churchills, þegar Bretar hernámu eyjarnar 11. apríl 1940.
Par var gefið fyrirheit um, að Færeyjar yrðu afhentar dönsku krún-
unni og dönsku þjóðinni, jafnskjótt og Danmörk hefði aftur öðlast
frelsi. En embættismennirnir bentu á, að hér væri um einhliða yfirlýs-
ingu að ræða, sem hefði ekkert gildi sem bindandi milliríkjasamning-
ur. Því mátti vel hugsa sér, að Bretar skilyrtu efndir þessarar yfirlýs-
ingar því, að Danir veittu þýska hernámsliðinu virka mótspyrnu. Par
að auki væri í senn réttmætt og sanngjarnt, að Danir endurgyldu
frelsun sína með því að láta í té herstöðvar og aðra aðstöðu, sem
alþjóðlegt öryggiskerfi af þessu tagi þyrfti á að halda. Einnig var drep-
ið á, að sjálfstæðishreyfingar gætti í Færeyjum „og mætti ýta undir
hana, ef svo bæri undir." 1
Öðru máli gegndi um aðstæður á íslandi. Breska utanríkisráðu-
neytinu var fullvel kunnugt, að bæði Bretar og Bandaríkjamenn
höfðu skuldbundið sig formlega til að hverfa á brott með herafla sinn,
og ennfremur lofað „að viðurkenna algert frelsi og fullveldi íslands og
sjá til þess, að það yrði í engu skert við friðargerðina í stríðslok eða
með nokkrum öðrum hætti." Pví þurfti að semja sérstaklega við
íslendinga um hugsanlegar herstöðvar að stríði loknu. En embættis-
mennirnir í utanríkisráðuneytinu minntu á, að þeir hefðu gert tillögu
til Bandaríkjamanna um sameiginlegar viðræður um „bestu kjara"
samninga Bretum til handa um framtíðarafnot af þeim flugvöllum,
sem verið væri að gera á íslandi; eftir þeim leiðum mætti ef til vill na
tilætluðum árangri.
Niðurstaða utanríkisráðuneytisins var sú, að hugsanlegar samn-
ingaviðræður síðar við íslendinga og Dani um herstöðvar yrðu ekki
verulegum pólitískum erfiðleikum bundnar. Allt benti til þess, að i
stríðslok myndu Bandaríkjamenn og Bretar „hafa tögl og hagldir i
1 PRO, FO 371/32832, N 518/463/30, ódagsett fundargerð frá janúarmánuði 1942.