Saga - 1988, Page 187
ISLAND OG NOREGUR 1940-45
185
viðskiptum við ríkisstjórnir beggja þessara landa" („be in the position
to stand no nonsense from either of these governments").1 Einni
grundvallarspurningu var þó enn ósvarað: Kæmu Bretar til með að
þarfnast herstöðva í þessum löndum að stríði loknu? Pví hlutu sér-
fræðingar á sviði hermála að verða að svara. Utanríkisráðuneytið bað
því áætlanadeild herforingjaráðsins að gefa umsögn um málið. Hún
barst í tvennu lagi. Fyrri umsögnin tók mið af hugsanlegum viðbún-
aði gegn árásargjörnu Þýskalandi í framtíðinni, en síðari umsögnin -
tekin saman í kjölfar nýrra fyrirmæla frá utanríkisráðuneytinu -
byggði á þeirri forsendu, að Sovétríkin væru hugsanlegur framtíðar-
óvinur. f fyrra tilvikinu töldu sérfræðingar hersins forgangsatriði að
hafa til umráða herstöðvar á norskri grund. í hugsanlegum átökum
við Sovétríkin væri hins vegar brýnt að hafa herstöðvar á íslandi og í
Faereyjum til að geta ráðið „aðkomuleiðum úr norðri inn á Norður-
Atlantshaf" - þeirra tíma orðalag fyrir það, sem nú kallast „GIUK-
hliðið".2
Með hliðsjón af framansögðu, og í framhaldi af nýjum greinargerð-
um og umræðum í breska utanríkisráðuneytinu, freistaði Anthony
Eden utanríkisráðherra þess í október 1942 að fá bresku stjórnina til
að samþykkja, að hafnar yrðu viðræður við Bandaríkjastjórn á grund-
velli Atlantshafsstefnu norsku stjórnarinnar. Hann fékk þó engu
áorkað í þá átt. Churchill var fullkunnugt um, að bandarískir ráða-
menn höfðu Ulan bifur á öllum tilraunum til að draga Bandaríkin inn
í svæðisbundið bandalag, sem styddist við hefðbundnar, evrópskar
hugmyndir um valdajafnvægi. Sameinuðu þjóðirnar, alþjóðleg sam-
^ók um frið og öryggi, voru þegar í burðarliðnum, og það voru þau
samtök, sem Roosevelt ætlaði að veðja á, ef Bandaríkin á annað borð
beittu sér á vettvangi alþjóðastjórnmála að stríði loknu.
Niðurlag
Ekki er vitað, hvort norska stjómin reyndi að vekja áhuga íslenskra
sIjórnmálamanna á Atlantshafsstefnu sinni. Líklega héldu menn að
sór höndum í því efni, meðan beðið var eftir því, að Bretar og Banda
rikjamenn lýstu sig fúsa tU viðræðna. Pegar breska stjórnin gaf frá sér
1 Ibid, s. 4.
2 PRO, Cab 84/44, J.P. (42) 354 og 432 (O) Draft.