Saga - 1988, Page 188
186
OLAV RISTE
í bili öll áform um svæðisbundin bandalög í október 1942, varð að
leggja slíkar hugmyndir á hilluna. Upp frá þessu höfðu bandamenn
hugmyndina um alþjóðleg friðargæslusamtök á oddinum sem lausn-
arorðið í öryggismálum að stríði loknu. Þessar breyttu áherslur komu
líka skýrt fram í stefnuyfirlýsingum norsku stjórnarinnar um utanrík-
ismál. Um áramótin 1943-44 hélt Trygve Lie útvarpsræðu, sem birtist
í Norsk Tidend 19. janúar 1944. Þar sagði hann m.a.:
Hagsmunum Noregs væri best borgið með öryggissáttmála,
sem tæki til ríkjanna við norðanvert Atlantshaf, að því til-
skyldu að slíkur samningur væri á snærum alþjóðasamtaka og
jafnframt væri unnið að því að treysta góða sambúð okkar við
Sovétríkin.1
Norska stjómin hvikaði þannig ekki frá því, að Atlantshafsstefnan
ein og sér væri besti kosturinn til að tryggja öryggi Noregs í framtíð-
inni. En miðað við ríkjandi viðhorf hjá ráðamönnum stórveldanna
hlutu slíkar hugmyndir að verða að liggja í láginni, þar til ljóst væri,
hvað yrði úr áformunum um stofnun samtaka hinna sameinuðu
þjóða. Viðbótarástæða fyrir því, að ekki gat talist hyggilegt að halda
stíft fram varnarsamstarfi Norður-Atlantshafsríkja á lokaskeiði
stríðsins, var tillitið til Sovétríkjanna. Þau yrðu nágrannaríki Noregs
eftir stríð og líklegt, að sovéskur her tæki þátt í frelsun norskra land-
svæða. En í greinargerðum og skjölum, sem gengu manna á milli í
innsta hring, lifði hugmyndin áfram - og íslandi var þar eftir sem
áður ætlað mikilvægt hernaðarhlutverk. Tengslin milli Noregs og
íslands héldu einnig áfram, enda þótt smátt og smátt drægi úr hern-
aðarumsvifum Norðmanna í landinu. Síðasti hópurinn úr flugsveit
330 hvarf frá íslandi í apríl 1943 og um leið var norska sjúkrahúsinu í
Reykjavík Iokað. Sumarið 1944 var deild norska landhersins á íslandi
einnig leyst upp. Þar með var ekki annað eftir af norskum herafla á
íslandi en flugeftirlitsstöð sjóhersins með fimm flugvélum, sem þar
voru allt til stríðsloka í Evrópu.
Náið stjórnmálasamband Noregs og íslands var staðfest 17. júní
1944, þegar norska stjómin - ásamt stjórnum þriggja stórvelda
bandamanna, Svíþjóðar og frönsku útlagastjórnarinnar - var meðal
þeirra sem viðurkenndu sjálfstætt lýðveldi á íslandi þegar frá stofn-
1 Norsk Tidend 19. janúar 1944. Itarlega er fjallað um þessar breyttu áherslur í O. Riste
„London-regjeringa" II, s. 306-14.