Saga - 1988, Page 189
ÍSLAND OG NOREGUR 1940-45
187
degi.1 Einnig má geta þess, að Thor Thors, sendiherra íslands í Was-
hington, gekk á fund Trygve Lie, þegar hann dvaldist í Washington í
niars 1943. Við það tækifæri tjáði Thor Thors norska utanríkisráðherr-
anum einlægan hlýhug íslendinga til norsku þjóðarinnar. Lie bar aft-
ur fram þakkir fyrir fjölmörg dæmi um samúð íslendinga með mál-
stað Noregs og gat í því sambandi sérstaklega 350 þúsund íslenskra
króna, sem alþingi hafði veitt til hjálparstarfs í þágu Norðmanna. Lie
greip líka greinilega þetta tækifæri til að spyrja íslenska sendiherrann
um framtíðaráform íslendinga í utanríkismálum. Um það atriði segir
þó ekki annað í skýrslu Lies um ferðina en að Thor Thors
gaf óljós svör um utanríkisstefnu íslendinga. Annars vegar
hélt hann fram hlutleysi íslands og benti á, að ísland væri ekki
styrjaldaraðili, en hins vegar taldi hann, að íslendingar ættu
að eiga fulltrúa á allsherjarfundum bandamanna.2
Hér skal ósagt látið, hvort framangreind tilvitnun gefur raunsanna
uiynd af viðhorfum íslenska sendiherrans. Pað tvíátta viðhorf, sem
hér birtist í samþjöppuðu formi, minnir á, hve Norðmenn áttu erfitt
uieð að fóta sig á alþjóðavettvangi, þegar land þeirra var að stíga
fyrstu spor sín sem sjálfstætt ríki. í stefnuyfirlýsingu sinni lét fyrsti
utanríkisráðherra Noregs, Jergen Levland, í ljós ótvíræðan stuðning
við hið þekkta boðorð skáldjöfursins Bjernstjerne Bjornsons að Noreg-
ur ætti ekki að hafa neina utanríkisstefnu! En jafnframt lagði hann
áherslu á, að slík „stefna" „útheimtir árvekni, hún útheimtir aðgát og
hún útheimtir áhrif."3 Meðákvörðunarréttur án beinnar þátttöku
hlýtur að vera eðlileg ósk smáþjóðar í ótryggri stöðu, þegar hún
stendur frammi fyrir ógnvænlegum raunveruleika alþjóðastjómmál-
ar>na. Heimsstyrjöldin síðari færði bæði Norðmönnum og íslending-
um heim sanninn um, að lönd þeirra voru ekki útskæklar í hernaðar-
'egu tilliti, heldur hemaðarmikilvæg svæði. Svar Norðmanna við hin-
um nýju aðstæðum - svar sem utanríkisforysta Noregs taldi einnig
eiga við á íslandi - var áætlun um gagnkvæmt öryggismálasamstarf
við stórveldin við Atlantshaf. Á stríðsárunum komust þessar hug-
1
2
3
Sólrún B. Jensdóttir, „The ,Republic of lceland' 1940-44: Anglo-American attitudes
and influences." Journal of Contemporary History Vol. 9. No. 4, okt. 1974.
Ódagsett frásögn af ferð Trygve Lies til Bandaríkjanna, fylgiskjal með skýrslu frá
Lie til forystu norsku andspyrnuhreyfingarinnar 4. júní 1943, prentuð í Regjeringen
°g Hjemmefronten under krigen: Aktstykker utgitt af Stortinget (Oslo 1948), s. 232-37.
Stortingsforhandlinger 1905-06, bd. 7a, s. 45-6.