Saga - 1988, Page 191
KRISTJÁN BERSI ÓLAFSSON
Tvær Pórðarvísur í Sturlungu
I. Hverju reiddist goðinn?
Margt hefur verið ritað um brúðkaupsveisluna á Reykhólum sem
fram fór sumarið 1119, en frá henni segir í Porgils sögu og Hafliða. Hafa
menn einkum beint sjónum að þeirri skemmtan sem þar var höfð í
frammi, dansleikum, glímum og sagnaskemmtan. En í upphafi veisl-
unnar var gamanið nokkru grárra, svo grátt raunar að veisluspjöll
hlutust af.
Ingimundur prestur Einarsson bjó á Reykhólum þegar þetta
gerðist. Hann var náskyldur Þorgilsi Oddasyni á Staðarhóli, höfð-
Ingja Dalamanna og einhverjum mesta virðingarmanni vestanlands.
En Ingimundur hafði skömmu áður gert félag við auðuga ekkju norð-
an úr ísafjarðardjúpi, Yngveldi Þórðardóttur. Hún átti tvær dætur og
þetta sumar var svo komið að önnur þeirra skyldi giftast. Þorgilsi
Oddasyni var að sjálfsögðu boðið til brúðkaupsins, en þangað var
einnig boðið öðrum goðorðsmanni, Þórði Þorvaldssyni í Vatnsfirði.
Er það skiljanlegt þegar á það er litið að þær mæðgur, Yngveldur og
dætur hennar, voru komnar úr ríki Þórðar við ísafjarðardjúp. Þórður
yar hins vegar líka tengdasonur Hafliða Mássonar á Breiðabólsstað í
Vesturhópi, en hann hafði misserin á undan átt í deilum við Þorgils
Oddason. Hafði Hafliði fengið umkomulítinn pilt úr héraði Þorgils,
Ólaf nokkurn Hildisson, dæmdan í útlegð, en þó var áskilið að hann
fengi að eiga friðland hjá Þorgilsi, en væri réttdræpur annars staðar,
ef hann færi ekki úr landi. Var metnaðarkeppni mikil milli þeirra
f’orgils og Hafliða - og átti þó enn eftir að ágerast mikið - en Þórður
í Vatnsfirði hefur sjálfsagt fylgt tengdaföður sínum að þessum
niálum.
En látum nú söguna lýsa því sem gerðist í brúðkaupinu. (Textinn
er tekinn úr útgáfu Svarts á hvítu, bls. 19-22.)
Þórður var ekki mikill drykkjumaður, nokkuð vængæft um
fæðsluna sem oft kann að verða þeim sem vanheilsu kenna því
að maðurinn var þá á efra aldri og var þó enn hraustur en
kenndi nokkuð innanmeins og var því ekki mjög matheill og