Saga - 1988, Page 196
194
KRISTJÁN BERSI ÓLAFSSON
með því var gefið í skyn að Þórður væri sjálfur fjölkynngismaður. Og
að öllum líkindum hefur einnig falist í samlíkingunni ásökun um
ergi, en hún var jafnan talin sérstakt einkenni seiðmanna. Það er því
ekkert undarlegt að Þórður skyldi bregðast verr við þessari vísu en
þeim sem á undan voru komnar. Fyrri vísumar voru kerskni, að vísu
talsvert nærgöngul kerskni, en þessi síðasta vísa var hreint níð. Og
sennilegt finnst mér að það hafi í raun verið vísan sem réð úrslitum
um að Þórður krafðist þess að Ólafur Hildisson væri rekinn burt úr
veislunni og hótaði því að fara sjálfur að öðmm kosti.
Drögum nú saman í stutt mál hvernig veislan hefur farið fram frá
sjónarhóli Þórðar. Hann kemur í boði húsfreyju, gamals sveitunga
sins, og hefur áreiðanlega komið fremur til að geðjast henni en af því
að hann hafi beinlínis langað til að taka þátt í þessari gleði. Hann veit
að aðrir boðsgestir em fleshr fylgismenn og skjólstæðingar Þorgils
Oddasonar, fjandmanns Hafliða Mássonar, og hann hefur áhyggjur
af því sem muni gerast, eins og raunar kemur fram í sögunni. Hann
vonar þó að allt fari áfallalaust fram, og hann er tilbúinn hl að gera sitt
hl að svo megi verða. Hann tekur því með mikilli þolinmæði þegar
byrjað er að veitast að honum undir borðum og það ölgaman tekið
upp að skensa hann fyrir ókurteislega borðsiði og veikleika, sem hon-
um vom þó ekki sjálfráðir. Hann tekur meira að segja þátt í því gamni
sjálfur. Og hann gerir í upphah heldur ekkert veður út af því þótt
Ólafur Hildisson sé í fömneyh Þorgils í veislunni, lætur einfaldlega
eins og hann sjái ekki þennan sökunaut tengdaföður síns. En þegar
Ólafur fer sjálfur að trana sér fram með því að þylja yhr goðanum
vísu sem var langtum níðangurslegri en kersknisvísumar sem voru
komnar á undan, vísu sem fól í sér lítt dulbúnar svívirðingar, ásakan-
ir um fjölkynngi og jafnvel ergi, þá er honum nóg boðið. Hann hafði
verið hlbúinn hl að taka á sig nokkra auðmýkingu til að halda friðinn
og forðast veisluspjöll, en þarna var of langt gengið. Sóma síns vegna
gat hann ekki sehð þarna lengur nema Ólafur Hildisson hyrh á braut.
II. Tveir lifið, Þórðr, en þeira . . .
Þegar Snorri Sturluson fékk fregnir af Örlygsstaðabardaga var hann
staddur í Noregi, landhóha fyrir Sturlu Sighvatssyni frænda sínum-
Sturlunga segir að honum hah þótt mikill skaði að Sighvah bróður
sínum, en um hlhnningar hans gagnvart afdrifum Sturlu er ekkert