Saga - 1988, Side 197
TVÆR ÞÓRÐARVfSUR í STURLUNGU
195
sagt. í Noregi var einnig staddur Þórður kakali Sighvatsson og sendi
Snorri þá til hans vísu.
í útgáfu Sturlungu frá 1946 er sú vísa höfð á þessa leið:
Tveir lifið, Pórðr, en þeira
þá vas æðri hlutr bræðra,
- rán vasa lýðum launat
laust -, en sex á hausti.
Gera svín, en verðr venjask
vár ætt, ef svá mætti,
ýskelfandi, úlfar,
afarkaupum, samhlaupa.
Og í skýringum er vísan tekin saman:
Lifið tveir, Pórðr, en sex á hausti, en þá vas æðri hlutr þeira bræðra, - rán
vasa (a) launat lýðum (b) laust (c). Ýskelfandi (d), úlfar gera svín samhlaupa
(e), ef svá mætti, en vár ætt verðr venjask afarkostum (f).
a) vasa (vas-a): var ekki. - b) lýðir: menn. - c) laust: vægilega. - d) ýskelf-
andi (ý-, stofn orðsins ýr: bogi; skelfandi: sá sem skelfir, lætur skjálfa): (bar-
daga)maður. - e) gera samhlaupa: láta hlaupa saman (til varnar). -f) afar-
kaup: afarkostir.
Nú lifið þið (aðeins) tveir eftir, Pórður, en voruð sex í haust, þá var hlutur
ykkar bræðra betri, -þið hlutuð óvægilegar hefndirfyrir ránið. Bardagamað-
Urf úlfarnir valda því að svínin flykkja sér saman, efþví verður við komið, en
æff vor verður að venjast afarkostum.
í hinni nýju útgáfu Svarts á hvitu er vísan hins vegar höfð á þessa
leið:
Tveir lifið Pórðr enn þeira,
þá var æðri hlutr bræðra,
rán vara lýðum launað
laust, en sex á hausti.
Gerast svín, en verðr venjast
vor ætt, ef svo mætti,
ýskelfandi, úlfar,
afarkaupum, samhlaupa.
Og í skýringunum segir:
(Þið) lifið enn tveir þeira (þeirra) Pórðr en (voruð) sex á hausti, þá var æðri
(betri) hlutr (ykkar) bræðra. Rán vara (var ekki) launað lýðum (mönnum)