Saga - 1988, Page 198
196
KRISTJÁN BERSI ÓLAFSSON
laust (vægilega). Ýskelfandi (maður), efsvo mætti (efunnt væri) gerast úlfar
svín samhlaupa (verða úlfar samstiga svín) en ætt vor verðr venjast afarkaup-
um (afarkostum). - vara: var ekki; -a er neitunarviðskeyti. ý er þfet af no ýr:
bogi; skelfandi (sem skekur) boga: hermaður.
Eins og sést er textinn ekki nákvæmlega eins í þessum útgáfum
báðum. í útgáfunni frá 1946 hefst 5. vo. á orðunum Gera svín . . . en
í nýju útgáfunni er sögnin höfð í miðmynd Gerast svín . . . Nokkur
munur er einnig á skýringum útgefanda á þeim hluta vísunnar, þar
sem þessi orð koma fyrir. í útgáfunni frá 1946 er tekið saman á þessa
leið: Ýskelfandi, úlfar gera svín samhlaupa, efsvá mætti, þ.e. fá þau til að
þjappa sér saman, en í nýju útgáfunni er samantektin: Ýskelfandi
(maður), efsvo mætti (efunnt væri) gerast úlfarsvín samhlaupa (verða úlfar
samstiga svín), þ.e. úlfarnir breytast í svín.
I báðum útgáfunum er orðið ýskelfandi talið vera nafnorð og merkja
eins konar bogabendi, þann sem skekur ý eða lætur ýinn skjálfa, og
hlýtur þá að vísa til viðtakanda vísunnar, Þórðar kakala. Ekki er neitt
óalgengt að slíkir ávarpsliðir séu í fornum kveðskap, og ef farið er eft-
ir textanum í útgáfunni frá 1946 (gera svín . . .), er sennilega erfitt að
komast fram hjá þessari skýringu. Það er hins vegar hægt ef farið er
eftir textanum í nýju útgáfunni (gerast svín . . .) Þá er hægt að líta á
orðið sem lýsingarorð (eða lýsingarhátt) og tengja það nafnorði á
sama hátt og orðið samhlaupa tengist nafnorði. Merking þess gæti
verið: sá sem skelfur vegna ýsins, þ.e. sá sem er ógnað með vopnum-
Og sé orðið skilið svo finnst mér eðlilegra að tengja það við nafnorðið
svín og láta þá úlfana í staðinn vera samhlaupa. Þetta lýsingarorð á
líka einkar vel við þegar talað er um úlfa; þeir eru rándýr sem veiða
saman í hópum, eru samhlaupa þegar þeir nálgast bráðina.
Staða orðanna í fléttumynstri vísunnar bendir einnig til þess að rétt
sé að tengja saman á þennan hátt. Orðin ýskelfandi og úlfar standa
saman í vísunni og þess vegna væri stílbrot að tengja þau líka saman
að merkingu. Sé ýskelfandi lýsingarorð hlýtur það að eiga við eitthvert
annað orð en úlfar, og þá er ekki öðru til að dreifa en svín. En af því
leiðir að samhlaupa getur ekki staðið með því orði, heldur hlýtur að
tengjast orðinu úlfar.
Vísubrotið mætti þá taka saman á þessa leið: Ýskelfandi svín gerast
samhlaupa úlfar, ef svo mætti, þ.e. þegar svínunum er ógnað þjappa
þau sér saman og verða herská. Og með þessari skýringu held ég að
vísan sé nær því en ella að vera skáldskapur.