Saga - 1988, Blaðsíða 200
198
RITFREGNIR
fangsefni sínu: í kafla um lífríki eru til dæmis hæpnar staðhæfingar um ófrið
Sturlungaaldar og endalok þjóðveldisins (193). Efnisatriði sem samhengið
kallar á hafa orðið útundan, svo sem aðferðir kvenna við að helga sér land
(94-97), eða hvenær og hvemig villt dýr komu inn í villta lífríkið. Illa vantar
fræðslu um tengsl veðurfars og fiskgengdar (210), en það kann að stafa af
skorti á frumrannsóknum.
Sumt af þessum annmörkum, og fleiri sem ég á eftir að nefna, finnst mér
benda til þess að ritstjóra hafi ekki verið ætlað, eða að hann hafi ekki ætlað
sér, nógu stórt hlutverk. Ég hygg að íslendingar eigi eftir að læra það að rit-
stjóri verks sem margir skrifa verður að hafa ábyrgð og vald hliðstætt því sem
leikstjóri hefur þegar sett er upp leiksýning. Þetta á ekki síst við þegar
höfundar em valdir eins og hér er gert.
Það er ein af arfleifðum vísindalegs pósitífisma í sagnfræði að halda að
bestu yfirlitsritin verði til með því að ráða fæmstu sérfræðingana til að skrifa,
hvern um sitt sérsvið. Sígild dæmi þess eru bresku mannkynssöguritin sem
em kennd við Cambridge. Þar fékk hver höfundur sinn kafla, jafnvel bara
undirkafla, og árangurinn þótti verða mikið greinasafn en lítil saga. Við
íslendingar höfum nýlega fengið smjörþefinn af þessari aðferð í Sögu íslands;
hún er strax orðin tilfinnanlega sundurleit. Ritstjóm íslenskrar þjóðmenningar
hefur ekki látið sér það verða að vamaði; hún skipuleggur verk sitt nákvæm-
lega eins, enda ber fyrsta bindið strax meiri svip ritsafns en sögu.
Afleiðingar þessarar ritstjórnarstefnu koma að litlu leyti fram í því sem
stendur í bókinni, og því er erfitt að benda á þær nema í smáatriðum. Á ein-
um stað fer höfundur til dæmis allt í einu í sókn fyrir hönd fræðigreinar sinn-
ar (47): „Fomleifafræðin þarf ekki að feta í fótspor annarra fræðigreina, eins
og t.d. sagnfræðinnar. Þetta er sjálfstæð fræðigrein sem stendur á eigin fót-
um ..." Ekki veit ég hvað merkir að ein fræðigrein feti í fótspor annarrar eða
að fræðigrein sé sjálfstæð. Hvaða grein er það endanlega og til hvers? En
umfram allt á athugasemdin ekki heima í þessu riti, og ritstjóri ætti að hafa
haft leyfi til að strika hana út.
Afleiðingar sérfræðihyggjunnar koma meira fram í því sem gæti staðið í
ritinu ef það væri betur tengt. Ljósfærasaga Guðmundar Ólafssonar er til
dæmis skýr og skilmerkileg, en hún væri stómm meiri menningarsaga ef
hún væri sett í samhengi við vöku- og svefnsiði þjóðarinnar.
J íslenskri þjóðmenningu er rækilega haldið þeirri góðu hefð íslenskrar sögu-
iðkunar að nýta sérþekkingu náttúmfræðinga og tryggja þannig skilning á
sambandinu milli náttúra og mannlífs. Að flestu leyti fer vel á því. Þó er 4600
milljón ára löng jarðsaga nokkuð langur aðdragandi að íslenskri menningar-
sögu. Og áhugi íslendinga á líkamlegum uppmna sínum er orðinn dálítið
vandræðaleg leif af gamalli kynþáttafræði sem gekk sér víðast til húðar í
afskræmdri útgáfu nasismans. Það er að vísu þakkarvert að fá þetta rækilega
og glögga yfirlit Stefáns Aðalsteinssonar yfir efnið og geta lesið á íslensku
hvemig hann skýrir margnefnda tíðni O-blóðflokksins okkar. En ritstjóm
bókarinnar hefur haft helst til mikinn áhuga á líkamlegum uppmna þjóðar-
innar í samanburði við menningarupprunann. Tungumál okkar, skýrasta
merkið um ætt þjóðmenningar, er aðeins nefnt tvisvar í þessu bindi, i