Saga - 1988, Page 205
RITFREGNIR
203
ur hefur í heiðri haft fornar sögur og hikað við að vefengja í þeim líklega
hluti.
Flestir sem fletta þessari bók munu eflaust geta tekið undir orð Kristjáns
Eldjáms að af öllu sem í ljós kom við rannsóknir í Skálholti 1954-58 var gröf
Páls Jónssonar biskups (d. 1211) „tilkomumest og gagnfróðlegust" og að
ovíst sé að „annað eins tákn og stórmerki íslenskrar sögu verði nokkurn tíma
grafið úr jörðu" (s. 147). En þessi fundur, steinþró Páls biskups, leiddi í ljós
sannleiksgildi í fáeinum orðum þess óþekkta manns sem á þrettándu öld
setti saman Páls sögu biskups.
Okkur til gleði sem fáumst við forna texta staðfestu Skálholtsrannsóknir
fleira; gamlar ritaðar lýsingar á andlitsdráttum og sköpulagi manna koma
sumar heim við mælingar Jóns Steffensens á líkamsleifum en um þær er síð-
asti kafli bókarinnar. Ánægjulegt er að rannsóknir á kirkjugmnni virðast
heysta fáein orð séra Jóns Egilssonar í Biskupaannálum um grjótgarð er Stefán
biskup Jónsson (d. 1518) lét hlaða kringum kirkjuna, en menn hafa stundum
baft tilhneigingu til þess að draga í efa frásagnir séra Jóns Egilssonar, þar
sem hann segir frá atburðum sem gerðust fyrir hans minni. Heilli hefði til-
V|tnun (s. 34) þó mátt vera; í Biskupaannálum stendur að Stefán biskup lét
„hlaða einn grjótvegg í kringum kirkjuna alla, allt upp undir útbrot" í bókina
Skálholt vantar orðið „alla". Tilvitnunin hefði og komið betur heim við lýs-
lngu uppgrafinna steinaraða hefði hún verið ögn lengri; í framhaldi orðanna
sem tekin em upp segir að grjótgarðurinn hafi verið til skjóls við kirkjuna og
að rúmlega hafi mátt ganga milli hans og kirkjuveggjar.
Gildi rannsókna sem bókin segir frá felst vitaskuld helst í því sem upp úr
Jórðu kemur en hvergi er sagt frá í ritum. Slík rannsókn er spennandi; í
henni er fortíðin áþreifanleg; það sem frá segir var sýnilegt og sést flest enn
°8 hggur laust fyrir ótal vangaveltum.
Bókin skiptist í sjö þætti auk formála útgáfustjóra, Harðar Ágústssonar, og
ávarpsorða tveggja fyrirmanna. Af þessum sjö þáttum ritar Kristján Eldjárn
Bmm en Hákon Christie og Jón Steffensen eiga hvor sinn þátt.
Kristján Eldjám rekur í fyrsta þætti skilmerkilega sögu rannsókna í Skál-
holti 1954-58, en á eftir fylgir þáttur eftir Hákon Christie í þýðingu Svavars
Eigmundssonar um kirkjugmnna á staðnum. Fram kemur í þætti Christies
að 1 Skálholti hafa frá upphafi staðið ekki færri en tíu kirkjur, en þessar rann-
sóknir veittu einungis ítarlega vitneskju um gmnna tveggja kirkna. Christie
'ýsir þessum tveimur gmnnum; gmnni krosskirkju sem líklega brann 1527
°8 nefnd er miðaldakirkja í þættinum og gmnni Brynjólfskirkju sem byggð
^ar um miðja seytjándu öld að forgöngu Brynjólfs biskups Sveinssonar (d.
Við lestur þessa þáttar opnast sýn; við hvem stein sem uppgraftarmenn
'°sa og hreinsa sést kirkja verða til, rísa, standa hátimbmð í kross, farast í
eldi. Önnur kirkja er byggð á annarri öld undir nýjum sið en verður að ösku
°8 gjalli. Christie skýrir undirstöður, byggingarefni, byggingarlag, stærð og
aBa skipan kirknanna í hólf og gólf; lýsingin byrjar eðlilega á gmnni
rynjólfskirkju sem lá ofar í jarðveginum, en hún var mun minni en mið-