Saga - 1988, Síða 206
204
RITFREGNIR
aldakirkjan; krosskirkja sú sem staðið hefur í Skálholti þegar þar var mestur
auður í garði á dögum síðustu kaþólsku biskupanna þar, Stefáns Jónssonar
og Ögmundar Pálssonar (d. 1541). Þeirra kirkja var um fjórum sinnum stærri
en sú sem kennd er við Brynjólf biskup enda var það keppikefli kirkjuhöfð-
ingja á miðöldum að ráða sem veglegastri kirkju. Tekjur biskupsembættis
skertust þónokkuð og áherslur í kristnihaldi breyttust með nýjum sið; með
honum fór meiri kostnaður í skólahald en áður á biskupsstólunum og hafa
kirkjubyggingar á 17. öld goldið þessa. Grunnstærð miðaldakirkjunnar kem-
ur heim við vitneskju úr skjölum um auðæfi í löndum og lausum aurum sem
höfðu safnast í Skálholt á 15. öld og fyrri hluta 16. aldar og af uppgreftinum
má ráða að þennan auð hafi menn að einhverju notað til þess að byggja dóm-
kirkju, sem eldar eyddu ásamt mestu af þeim skrúða sem hlotið hefur að
setja svip á þetta reisulega hús.
Máli Christies til skýringar eru birtir fimmtán uppdrættir af kirkjugrunn-
unum frá ólíkum sjónarhornum; grunnmyndir og snið. Uppdrættir þessir
skýra mikið sem sagt er í textanum, en galli er að mælikvarði er 1:200. Þess-
vegna njóta annars ágætar teikningar sín ekki og með herkjum er hægt að sjá
tölumerkingar á grunnmynd II og mismunur byggingarefnis á sniðuppdrátt-
um kemur óskýrt fram. Augljós munur er á uppdráttum af hluta grunn-
myndar við grein Kristjáns Eldjárns, Legstaðir. Þar er mælikvarði 1:50, slíkt
hefði verið ákjósanlegt fyrir grunnmynd alla; mælikvarðinn 1:100 hefði þó
dugað til þess að gera hana skýrari.
Hægðarauki hefði og verið að hafa skýringatexta með uppdráttum, eink-
um grunnmyndum, er sýndu hvar einstakir hlutar kirknanna hafa verið;
forkirkja, skrúðhús o.s.frv. Skýringatexta í þætti Jóns Steffensens hefði verið
til þæginda að hafa í upphafi greinar hans á s. 159, en hugtök eru ekki skýrð
fyrr en á s. 163 og hafa þó komið fyrir á undan.
Myndir í bókinni eru fulldökkar margar, t.d. myndir nr. 34, 46, 49, 50, 51,
54, 56. Sýnast í þessu hafa orðið mistök við myndsmíði í prentsmiðju sem er
skaði, því prentað er á vænan pappír og myndir hefðu getað notið sín vel. í
frágangi mynda er þess ekki alltaf gætt, þar sem margir hlutir eru á sömu
mynd, að tilgreina hvar í röð byrjað er að telja, það er t.d. ekki gert undir
glerrúðubrotamynd og raf- og glerperlumynd á aftara myndblaði á milli s. 56
og 57. Gaman hefði verið ef fylgt hefðu ljósmyndum teikningar kunnáttu-
manna af munum, t.d. af bagli Páls biskups, bókaspennslum, skósólum,
blindingum, en teikningar skýra eðli hlutar mun betur en ljósmyndir, sem
oft láta skugga hylja mikilvæga drætti.
Á eftir lýsingu Christies á kirkjugrunninum fara fjórir þættir eftir Kristján
Eldjárn; hinn fyrsti er um undirganginn sem enn má sjá heima í Skálholti,
annar þátturinn er forngripaskrá, þriðji og fjórði eru um legstaði og gröf Páls
Jónssonar biskups.
Forngripaskráin er heillandi lesning; frá öllu er sagt svo að ljós mynd hlut-
ar stendur fyrir hugskotssjónum, orðin eru látin gera bugður, mynda horn,
hreyfa dýr, rekja úr silkipjötlum, draga hring á hönd og skó á fót. Sami stíll
er á þáttum um legstaði og gröf Páls biskups; lesanda verður sem hann bogri