Saga - 1988, Side 208
206
RITFREGNIR
Guðmundur Ingólfsson, Guðný Gerður Gunnarsdóttir og
Hjörleifur Stefánsson: KVOSIN. BYGGINGARSAGA
MIÐBÆJAR REYKJAVÍKUR. Torfusamtökin. Reykjavík
1987. Dreifing Forlagið. 328 bls. Myndir, kort, mynda-,
nafna- og heimildaskrár.
Þau ágætu tíðindi urðu skömmu fyrir jól, að út kom bókin Kvosin. Byggingar-
saga miðbæjar Reykjavíkur. Útgáfa þessarar bókar varð að veruleika fyrir
áræðni og dugnað stjómar Torfusamtakanna undir forystu Hjörleifs Stefáns-
sonar arkitekts. Áhugafólki um húsvemdun er Ijós nauðsyn þess að safna
saman allri þekkingu um þann hluta menningararfsins, sem lýtur að húsum.
1 höfuðborginni hefur í allmörg ár verið unnið jafnt og þétt að því að afla
upplýsinga um gömul hús í Reykjavík á minjasafni borgarinnar í Árbæ. Svo
sem fram kemur í formála bókarinnar er tilgangur hennar að rekja þróun
byggðar í Kvosinni svo langt aftur sem auðið varð innan ákveðinna marka og
fram á okkar daga. Efniviður hennar er sóttur víða að, en uppistaðan er að
miklu leyti fengin úr Árbæjarsafni og hafði Guðný, annar textahöfundanna,
unnið þar um árabil ásamt öðmm starfsmönnum safnsins við heimildavinnu
og efnisöflun, þegar hún tók sér fyrir hendur að fmmkvæði Hjörleifs og í
samvinnu við hann að ganga frá efninu til prentunar. Hafði safninu ekki tek-
ist að birta efni þetta nema í fjölriti og ákvað forstöðumaður þess, Ragnheið-
ur Þórarinsdóttir, að leggja Torfusamtökunum það efni til, sem fyrir var í
safninu. Þannig lá hluti efnisins fyrir meðan annað varð að vinna upp úr
frumgögnum. Gerð er skýr grein fyrir þessu í formála bókarinnar eins og
vert er. Einnig eru nefndir þar styrktaraðilar, sjóðir og stofnanir, sem með
einum eða öðmm hætti studdu útgáfuna.
Þá er að víkja að bókinni sjálfri. Hún er í stóru broti, prentuð með Times
normal letri á vandaðan 135 g myndapappír og em blaðsíður tvídálka. Hún
er ríkulega skreytt 501 mynd. Myndimar em óaðskiljanlegur hluti textans,
og með notkun þeirra tekst að varpa ským ljósi á það, sem verið er að fjalla
um hverju sinni. Á hið sama við um gamlar og nýjar ljósmyndir, að þær eru
best fallnar til þess að ná fram góðum árangri í bók af þessu tagi. Nánar verð-
ur vikið að myndefninu síðar.
Bókin skiptist i tólf kafla og er þar fyrirferðarmestur sá sjöundi í röðinni en
alls spannar hann 201 blaðsíðu.
í fyrsta kafla er þróun byggðar í Kvosinni rakin eftir því sem unnt er af
kortum, sem til em. Birtar em ljósmyndir af uppdráttunum, og einnig eru
upplýsingar og staðreyndir þessara gömlu korta færðar inn á nýjan korta-
gmnn. Er það til fyrirmyndar því þannig fæst afar skýr mynd af vexti bæjar-
ins og landslagsins í Kvosinni frá árinu 1787 til ársins 1917. Er slíkt afar gagn-
legt nútímamanni, sem þarf að geta glöggvað sig á staðháttum í miðb*
Reykjavíkur. Þessi kort em á samanbrotnu blaði, sem komið er fyrir í vasa
innan á bakspjaldi bókarinnar.
í öðmm kafla er rakin stuttlega og eftir aðstæðum vitneskja um elstu
byggð í Reykjavík. Þar er drepið á efni, sem ekki hefur verið kostur að gera
vemleg skil í bókinni, enda ekki markmiðið. Ætlunin er einungis að sýna