Saga - 1988, Síða 209
RITFREGNIR
207
fram á að í Reykjavík var búið á landnámsöld. Rannsóknarskýrsla um upp-
gröftinn í Reykjavík, sem fram fór á árunum 1971-75 hefur ekki enn komið út
og því er torvelt að greina frá niðurstöðum þeirra rannsókna. Umfjöllunin
gefur þó nokkra innsýn í efnið og er það nægilegt á þessum vettvangi. Villa
hefur læðst inn í myndatexta nr. 14 varðandi tímasetningu á Stöng, nú er
almennt talið og hefur verið alllengi, að rústir þar séu frá því um 1100, en
ekki 13. öld eins og þar kemur fram. Birt er úttekt á bænum í Reykjavík og
hjáleigum árið 1740. Slíkt er til gagns og gott innlegg í aðdraganda að ritinu.
f þriðja kafla er fjallað um Innréttingar Skúla Magnússonar og mjög laus-
fega rakinn aðdragandi að stofnun þeirra. Áhersla er lögð á að lýsa húsakosti
tengdum Innréttingunum og þar með nálgast lesandinn meginefni bókar-
innar.
f fjórða kafla er sagt nokkuð frá húsum verslunarstaðarins í Effersey og er
það eðlilegur undanfari fimmta kafla þar sem sagt er frá stofnun kaupstaðar-
ins 1786. Stuttlega er komið inn á samfélagsþróun og verslunarmál og er til-
gangur með því sá að tengja húsaþróun við ástandið í lok 18. aldar.
f sjötta kafla er rakin þróun hverrar götu í miðbæ Reykjavíkur. Stiklað er á
stóru, en unnt er að gera sér glögga grein fyrir því hvernig stígur varð að
götu, hvemig götumyndir urðu til og breyttust allt fram til dagsins í dag.
Ljósmyndir em eðlilega notaðar til skýringar. Skemmtilegt er að fræðast um
þróun götuheita, sem í fyrstunni drógu dám af danskinum.
Þá er komið að lengsta kafla bókarinnar, höfuðkaflanum, sem ber titilinn
Skrá yfir öll hús og lóðir í Kvosinni. Byggingarsaga hvers húss rakin frá upphafi. Þar
er farið í sögu hvers húss og lóðar eftir því sem kostur var, eftir skriflegum
heimildum, bæði prentuðum og óprentuðum. Þar sem uppmælingar hafa
verið gerðar, eða til hafa verið uppdrættir, em þeir að sjálfsögðu birtir. Birtar
eni gamlar og nýjar ljósmyndir og gefst lesendum gott tækifæri til að bera
saman foma frægð húsanna og fagurt útlit á mektartímum þeirra við það,
sem nú er. Sem dæmi skulu tekin húsin við Kirkjustræti, Kvennaskólinn að
Thorvaldsensstræti 2 við Austurvöll og Hafnarstræti 4. Stórhýsi þessarar ald-
ar eru einnig tekin með í umfjöllunina og er það mikill fengur því þau eru
naerk og glæsileg afkvæmi síns tíma og verðskulda fyllilega að þeirra sé gaett.
Þannig er Kvosin ekki einungis þróunarsaga miðbæjar Reykjavíkur. Hún er
einnig dýrmæt, kerfisbundin skráning á útliti hans árið 1987. Vafalítið er
hægt að finna einhverjar skekkjur í meðferð staðreynda í þessum kafla og
e>nnig vantar efalaust eitthvað í. Þetta stafar oft af því að ekki var svigrúm til
Ld. að taka viðtöl við allt það fólk, sem býr yfir þekkingu um húsin í seinni
hð. Slíkt hefði að sjálfsögðu verið ákjósanlegt, en einhvers staðar varð að
Setja efnismörk. Það er nefnilega staðreynd, og það vita þeir sem til þekkja,
að hvert hús í miðbæ Reykjavíkur sem og annars staðar, sem komið er til
aldurs, er efni í stóra rannsókn. Því má ekki líta svo á, að öll húsin í Kvosinni
hafi verið fullrannsökuð þó drepið sé á sögu þeirra í þessari bók. Uppgötvan-
h er hægt að gera um sögu þeirra eftir heimildum og ekki hvað síst þegar þau
eru rannsökuð byggingarlega. Slíkar rannsóknir leiða ævinlega nýja vitn-
eskju í ljós.
Þetta má glögglega sjá í umfjöllun þeirra húsa, sem hlotið hafa gagngera