Saga - 1988, Síða 210
208
RITFREGNIR
rannsókn, þar eð lýsingar þeirra bera af. Má þar benda á Fjalaköttinn við
Aðalstræti 8, þó að niðurstöður rannsóknarinnar hefðu hins vegar átt að taka
af öll tvímæli um að húsið skyldi varðveita. Hliðstætt dæmi er Suðurgata 7,
sem nú er í Árbæjarsafni og húsið við Hafnarstræti 16, Hótel Alexandra eða
Jóska húsið, sem Júlíana Gottskálksdóttir arkitekt hefur rannsakað og mælt.
Pað sæmir vel, að umfjöllun um merkustu hús Kvosarinnar, þ.e. dóm-
kirkjuna og alþingishúsið, fær allveglegan sess í ritinu og eru birtar með
henni forvitnilegar myndir og uppdrættir. Ber þar að geta uppmælinga
Rögnvaldar Ólafssonar á dómkirkjunni, sem nú eru birtar í fyrsta sinn, og
vel fer á að hafa á kápu bókarinnar. Lesa má um húsaröðina í Bakarabrekk-
unni, en verndunarsaga þeirra er glöggt dæmi um þá píslargöngu sem þurft
getur að fara til þess að fá hús vernduð, þótt nú þyki öllum sjálfsögð bæjar-
prýði að húsum þessum.
Hvað varðar þessa tvo síðastnefndu kafla er óhjákvæmilegt að nokkuð sé
um endurtekningar, enda unnt að slá upp atriðum í bókinni út frá mismun-
andi forsendum.
Áttundi kaflinn fjallar um helstu húsagerðir og stíleinkenni þeirra. Lítið
hefur birst á prenti um þetta efni síðan ritgerð Guðmundar Hannessonar
kom út í Iðnsögu íslands I. Parna er því kærkominn kafli til að átta sig á teg-
undum og einkennum íslenskra húsa. Drepið er á atriði eins og herbergja-
skipan, gluggagerðir, málningu, tjörgun o.þ.h. Þetta minnir á, að löngu er
orðið tímabært að gefa út e.k. leiðbeiningabækling fyrir fólk, sem vill gera
gömlum húsum sínum til góða. Að síðustu er skrifað um það eðli timbur-
húsa að stækka, dafna og þroskast líkt og önnur afsprengi mannsins. Þar er
fólgin ábending um að oft væri þörf á að staldra betur við en gert er, þegar
ráðist er í framkvæmdir í grónum hverfum.
í næstsíðasta kaflanum, þeim níunda, er rakið upphaf steinsteypu hér á
landi og tekin dæmi til skýringar og í þeim tíunda er leitast við að gera grein
fyrir stefnum í arkitektúr á 19. og 20. öld og lýkur þeirri umfjöllun með grein-
argerð um ,funkísinn'. Með því að draga húsin í flokka, eins og hér er leitast
við að gera, fæst ágæt yfirsýn yfir gerð þeirra og mikilvægi. Niðurstöður
slíkrar flokkunar geta orðið grunnur til að meta gildi hvers húss. í lok tíunda
kaflans er rakin skipulagning Kvosarinnar, og í tengslum við það koma frarn
gagnlegar upplýsingar eins og um það hvenær byggingarnefnd var fyrst sett
á laggirnar og hvenær skipulagslög tóku gildi.
1 bókarlok er mjög stuttur útdráttur úr efni bókarinnar. Þar er drepið á
innihald hennar, en ekki farið út í að telja upp fróðleiksatriði úr 6. og 7. kafla,
enda þeir hugsaðir til þess að fletta upp í líkt og í alfræðibók. Þessi útdráttur
er þýddur á ensku og dönsku. Með því móti geta aðrir en íslenskumælandi
áttað sig á efni bókarinnar. Þó stærstur hluti hennar sé sértækt íslenskt efm,
sem fyrst og fremst á erindi til íslendinga, gefst erlendum áhugamönnum
þannig kostur á að kynnast sögu íslenskrar byggingarlistar.
Eins og áður hefur komið fram er bókin ríkulega myndskreytt. Höfundar
hafa lagt sig fram um að kanna myndakost ljósmyndasafna landsins og ber
hlut Þjóðminjasafns Islands þar hæst, því ekki færri en 133 myndir þaðan
eru birtar. Úr Ljósmyndasafni Reykjavíkur eru 47 og 28 eru úr Árbæjarsafm-