Saga - 1988, Page 211
RITFREGNIR
209
Auk þess eru hátt á annað hundrað nýjar ljósmyndir birtar í bókinni, lang-
flestar eftir Guðmund Ingólfsson ljósmyndara, teknar sérstaklega fyrir þessa
utgáfu, en hann annaðist einnig eftirtökur á flestum þeim gömlu ljósmynd-
Uln, sem birtar eru. Sú vinna er öll til fyrirmyndar. Notuð var myndavél fyrir
mJög stórar filmur og skilar það sér í einstökum myndgæðum. Vel er vandað
trl alls myndefnis, en oft hefur verið úr vöndu að ráða við valið. Myndatextar
eru stuttir og því hefur það verið matsatriði í sumum tilvikum hvað fram
kemur í þeim. Á móti kemur að aðalatriði skila sér vel við yfirlestur bókarinn-
ar- Eftirfarandi leiðréttingar við myndatexta skulu tilgreindar hér: í texta við
mynd 18 skal standa 1773 en ekki 1883. í texta við mynd 226 er bygging rang-
ie8a feðruð þeim Helga og Vilhjálmi Hjálmarssonum, húsið er eftir Guð-
mund Kr. Kristinsson. Textar með myndum 270 og 271 hafa víxlast. 1 texta
við mynd 385 skal standa ártalið 1802 en ekki 1902. Á blaðsíðu 300 í hægra
dálki, þriðju línu að neðan skal standa Ásvallagata 14.
Aftast í bókinni eru skrár. Par er heimildaskrá, sérstök fyrir helstu prent-
uðu heimildir og önnur yfir þær, sem óprentaðar eru. Tilvísunum til allra
neimilda er komið fyrir á spássíum bókarinnar og eru þær tölusettar í hlaup-
andi röð innan hvers kafla fyrir sig. Þetta fyrirkomulag er óvenjulegt en
Prýðilegt. Algengara er að tilvísanir séu neðanmáls eða aftan við hvern kafla.
* a er skrá yfir mannanöfn í megintexta bókarinnar, og eins og alltaf er hún
ursenda þess, að auðvelt sé að fletta upp í bókinni út frá mannanöfnum.
Sjðasta skráin er yfir allt myndefnið, sem er tölusett frá nr. 1-501. I skránni
Sest á hvaða blaðsíðu tiltekin mynd er, eigendur og höfundar eru tilgreindir
með skammstöfunum. Á öftustu síðu bókarinnar er gerð grein fyrir þeim
skammstöfunum en þar saknaði ég útlistunar á einu atriði, skammstöfuninni
sem stendur við mynd 452 á blaðsíðu 274. Þær myndir eru eftir Seren
adstrup arkitekt, en hann vinnur á teiknistofu Karstens Rennows í Kaup-
mannahöfn og fyrir það stendur K.R.
Þá vil ég nefna fáein atriði um uppsetningu bókarinnar. Textinn er settur
1 Neimur dálkum eins og fram hefur komið áður. Myndir eru af ýmsum
si*röum, allt frá því að vera litlar eindálka myndir upp í það að vera á heilli
Siðm Öllum köflum er skipt í undirkafla með feitletruðum millifyrirsögnum,
°8 gerir það framsetningu skýra. Hins vegar er textinn ekki samfelldur á síð-
UPaim. Hann er brotinn upp með bilum þar, sem ætla má að séu eðlileg
8reinaskil, og upphaf málsgreina er ekki inndregið. Ákjósanlegra hefði verið
a hafa textann samfelldari og marka skil í honum með inndrætti svo sem
Ver>ja er. Þó skal á það bent, að bilin gera það að verkum að greinaskil og
a erslur textans týnast ekki, eins og þau gera þegar texti er settur í samfellu
an sjáanlegra greinaskila.
Að lokum vil ég láta þess getið, að á nokkrum þéttbýlisstöðum úti um
ar>dið hefur verið unnið að s.k. húsakönnunum á undanfömum árum. Því
miður hefur sá efniviður ekki allur komið út á prenti og gæti þessi bók orðið
vatning til höfunda þeirra að koma því mikla efni fyrir almenningssjónir.
.. °ma þessarar bókar er afar kærkomin, bæði fyrir alla þá sem vinna að
Pulagsvinnu og þá sem vilja afla sér þekkingar um miðbæ Reykjavíkur.
Ur> mun geta orðið hvati að því að viðlíka verk verði unnin víðar. í ná-
14