Saga - 1988, Page 212
210
RITFREGNIR
grannalöndum okkar er rannnsókn af þessu tagi hið fyrsta sem gert er áður
en skipulag er unnið fyrir bæi og þorp. Niðurstöður slíkra húsakannana eru
lagðar til grundvallar, þegar ákvarðanir eru teknar um vemdun og/eða frið-
un húsa og hverfa og einnig þegar ákveðið er hvort eitthvað megi rífa. Mætti
það verða okkur til eftirbreytni. Óskandi hefði verið að þessi prýðilega bók
hefði komið út áður en síðasta atlaga að skipulagi gamla miðbæjarins var
hafin. En betra er seint en aldrei, og er það einlæg von mín, að ritið verði að
gagni eftir sem áður, bæði fyrir það sem koma skal hér í Reykjavík og fyrir
skipulagsvinnu víðar um landið.
Lilja Árnadóttir
Þorsteinn Vilhjálmsson: HEIMSMYND Á HVERFANDA
HVELI. Sagt frá heimssýn vísindanna frá öndverðu fram
yfir daga Newtons.
1. bindi. HEIMSMYND VlSINDA FRÁ ÖNDVERU TIL
KÓPERNlKUSAR. Mál og menning. Rvk 1986. 263 bls.
Viðaukar; myndir, töflur, fræðiorð; töfluskrá, myndaskrá,
nafna- og atriðisorðaskrá.
2. bindi. SAGA VÍSINDA FRÁ BRÚNÓ TIL NEWTONS.
Mál og menning. Rvk 1987. 320 bls. Viðaukar; myndir,
töflur, fræðiorð; töfluskrá, myndaskrá, nafna- og atriðis-
orðaskrá.
Aftan á kápu 2. bindis þessa verks segir að Heimsmynd á hverfanda hveli sé
„umfangsmesta og vandaðasta verk sem enn hefur verið skrifað um sögu og
heimsmynd raunvísinda á íslensku." Þetta er ekki ofmælt. Mér er raunar
næst að halda að verk af þessu tagi eigi sér fáar hliðstæður í grannlöndum
okkar. A.m.k. verður útgáfa þess að teljast til tíðinda í íslenskri bókaútgáfu.
Heimsmynd á hverfanda hveli er um margt frumlegt verk. Það er í senn
alþýðlegt og lært fræðirit. í formála kveðst höfundur hafa „leitast við að
skrifa sjálfan megintextann þannig að lesandinn geti haft gagn og gaman
af..." enda aðhyllist hann það grundvallarviðhorf „að verðmæt og áhuga-
verð þekking þurfi hvorki að vera leiðinleg né fram úr hófi óaðgengileg’
Þorsteinn kveðst um leið hafa viljað „láta reyna á það, hversu beita megi
íslensku nútímamáli við efni af þessum toga." Slíkt telur hann íslenskum vis-
indamönnum nauðsynlegt, ekki aðeins til þess að miðla almenningi þekk-
ingu heldur og til þess að skilningur þeirra sjálfra skerpist á viðfangsefnum
fræðanna. Verkið er þannig borið uppi af bæði menningarlegum og uppeW'
islegum metnaði sem minnir á markmið er vöktu fyrir oddvitum upplýsingar-
innar á íslandi fyrir hartnær tveimur öldum.
í Inngangi gerir Þorsteinn nánari grein fyrir markmiðum sínum. Hann
leggst fremur á sveif með vísindasagnfræðingum en hefðbundnum vísinda-
heimspekingum, því að hann vill kanna hvemig vísindin sjálf hafa svarað
ýmsum mikilvægum vísindaheimspekilegum spumingum, svo sem: ,Mvet
eru einkenni vísinda? Hvernig tengjast vísindin umhverfi og samfélagi? •••