Saga - 1988, Page 214
212
RITFREGNIR
að gefa sér rúma skilgreiningu á vísindum og þekkingu, eigna þeim ekki
ómarkverðan hlut (s. 69). Og hvað Babýlóníumenn áhrærir, þá megi rétti-
lega telja þá „brautryðjendur vísindalegrar stjörnufræði"; komi þar til kerf-
isbundnar stjörnuathuganir þeirra og stærðfræðilegir útreikningar í fram-
haldi af þeim (s. 84). Um leið vekur höfundur þá spurningu hvort réttmætt
sé að telja til vísinda þá stjörnuspeki sem babýlónskir prestar munu hafa
iðkað einna fyrstir manna og lifir enn góðu lífi í sinni mynd meðal Vestur-
landabúa. Hann hallast að niðurstöðu þeirra fræðimanna sem álíta það
„söguskekkju" að þræta fyrir vísindalegt gildi stjörnuspekinnar þegar hún
er skoðuð í sögulegri vídd (s. 86-88) en neitar henni aftur á móti um slíka
viðurkenningu nú á dögum með þeim rökum að grunnhugmyndir hennar
séu „algerlega án tengsla við vísindalega þekkingu nútímans" (s. 91). Skiln-
ingur Þorsteins á vísindahugtakinu mótast þannig eindregið af sögulegri
afstæðishyggju.
í 3. og 4. kafla (s. 92-184) ræðir um hið mikilfenglega framlag hellenskrar
og hellenískrar menningar til heimsmyndarsögunnar. Framan af er hér rak-
inn þráður almennra heimspeki- og vísindahugmynda, hjá náttúru-
spekingunum af Míletosskólanum og pýþagóringum. Fyrir höfundi vakir að
sýna samhengið í hugmyndaþróuninni og lánast honum það allvel; ef til vill
hefði almennum lesendum þó verið gerður greiði ef höfundur hefði takmark-
að sig við færri dæmi; slíka sparsemi hefði líka mátt réttlæta með hliðsjón af
því að um efnið hefur áður verið ritað sitthvað bitastætt í yfirlitsritum á
íslensku. En þegar kemur fram á fjórðu öld f. Kr. gerist frásögnin öll hnitmið-
aðri við höfuðviðfangsefnið enda gerði undangengin þróun hugsuðum
kleift, þegar hér var komið sögu, að gefa sig að sérhæfðari viðfangsefnum en
áður hafði verið kostur á.
Af fornaldarþáttunum er mest nýmæli að umfjöllun Þorsteins um heims-
myndarkenningar Evdoxosar, Aristarkosar, Aristótelesar og Ptolemaíosar. Hinir
tveir síðarnefndu voru höfuðsmiðir að þeirri heimsmynd sem evrópsk mið-
aldakristni tók í arf. Umfjöllunin um þetta merka tímbil í vísindasögunni
gefur höfundi meðal annars tilefni til að leiðrétta þann útbreidda misskilning
að fram að landafundunum hafi Evrópumenn trúað því að jörðin væri flöt (s.
147-50). Og á sama hátt er lesandinn með frásögninni af Aristarkosi, þessum
„Kópemíkusi fomaldar" (3. öld f. Kr.), sviptur þeirri trú, sem líklegt er að
hann hafi tekið af lestri kennslubóka, að hinn raunvemlegi Kóperníkus hafi
orðið fyrstur til að setja fram sólmiðjukenninguna (s. 167-70).
Þegar lýkur að segja frá stórmennum Hellena og eftirkomendum þeirra
getur höfundur hraðað sér gegnum „myrkur á miðöldum" (5. kafli, s. 185-
218) að þeirri höfuðpersónu sem Kóperníkus verður eðlilega í sögu hans.
Hér er frásögnin aftur felld inn í tiltölulega breiða menningarsögu: höfundur
gerir skilmerkilega grein fyrir meðhöndlun kirkjufeðra og skólaspekinga á
forngríska menningararfinum sem og fyrir hinum mikilvæga þætti sem
Arabar áttu í að ávaxta hann og veita honum áfram til Evrópu kristninnar.
En fleirum en mér mun trúlega þykja forvitnilegust umfjöllun hans um
náttúruspekinga síðmiðalda, þá Ockham, Buridan og Oresme, enda eru áhrif
þeirra á síðari tíma þróun „eitt af þeim meginatriðum sem hafa breyst í við-