Saga - 1988, Page 215
RITFREGNIR
213
horfum flestra fræðimanna til vísindasögunnar á undanförnum áratugum"
(s. 209). Vissulega átti „bylting Kóperníkusar" sinn hugmyndasögulega
aðdraganda en höfundur bendir réttilega á að fræðimenn séu ekki á eitt sáttir
hvernig meta beri áhrif „skriðsinna" síðmiðalda á hugmyndir þeirra
Kóperníkusar og Galíleís.
Þeir kaflar verksins sem nú hafa verið nefndir aðgreinast berlega frá fram-
haldinu að því leyti að um þróun heimsmyndar og stjarnvísinda er fjallað í
oánu samhengi við almenna hugmynda- og menningarsögu. Frá og með 6.
°g síðasta kafla fyrra bindis breytir Þorsteinn áberandi um byggingarstíl á
verkinu: hver kafli snýst nú um eina höfuðpersónu (í einu tilviki tvær höfuð-
persónur) vísindasögunnar: sá 6. um Kópemíkus, 7. um Gíordanó Brúnó og
Týchó Brahe, 8. um Jóhannes Kepler, 9. um Galileó Galíleí og sá 10. um ísak
Newton - og er þá komið að lokum verksins. Langfrekastar til rúmsins verða
hér tvær síðastnefndu persónurnar: umfjöllun um þær spannar um % hluta
siðara bindis.
Þessi stílbrigði koma lesandanum dálítið á óvart þótt honum hafi verið
gefin óljós boð um þau í Inngangi verksins. Þó að þau segi til sín þegar í síð-
asta kafla fyrra bindis, þá er það eiginlega ekki fyrr en í upphafi 9. kafla (um
Galíleí) sem höfundur gefur ástæður fyrir þeirri ráðabreytni sinni að setja
vísindasögu nýaldar fram í nokkurs konar ævisöguformi: bendir hann á að
slíkt sé í samræmi við íslenska frásagnarhefð - í mörgum erlendum vísinda-
sögum séu persónumar aftur á móti ekki annað en viðhengi þeirra hug-
ntynda sem þær standa fyrir. En „mestu veldur að mér er í mun að sýna vís-
‘ndin í tengslum við samfélagið á hverjum tíma... hvemig hugmyndir
mannsins eru í raun og vem háðar umhverfi hans, samfélagi og ýmsum við-
horfum, sem eru yfirleitt ekki talin til vísinda, að minnsta kosti ekki í seinni
hð" (II, s. 93). Það er svo ekki fyrr en undir lokin, í upphafi 10. kafla, sem
höfundur gerir grein fyrir því hvers vegna hann fléttar saman æviferil og
hugmyndir persóna sinna á ólíka vegu, þ.e. hvemig mismunur á uppmna,
starfsferli og ævikjömm persónanna „endurspeglast í frásagnarmáta bókar-
innar" (II, s. 219).
Ekki veit ég hvort það er að yfirlögðu ráði sem höfundur dregur svona
*engi að gefa lesandanum gildar ástæður fyrir byggingu verksins eða hvort
hann hefur einfaldlega „skrifað sig fram" til umræddrar lausnar - staðið
s)álfan sig að verki ef svo mætti segja. Má líka einu gilda: miðað við það
Tarkmið að sem flestir geti haft gagn og gaman af verkinu hefur höfundur
áreiðanlega ratað hér rétta leið. Ævisagan leiðir vitaskuld ekki til viðlíka
niðurstöðu og fáanleg er með því að iðka félagsfræði þekkingar; en hún er
til þess fallin að gera hugmyndaheim hvers tíma áþreifanlegan og varpa
j)osi á þátt tilviljana í hinni sögulegu framvindu. Mest er þó um það vert að
nofundur nýtir þetta frásagnarform á bæði áhugavekjandi og upplýsandi
natt (þar með taldar ýmsar uppákomur í ævi persónanna, sbr. frásögnina af
Pv’ (II, s. 34) hvemig virðing Týchó Brahes fyrir siðareglum samtímans varð
hl þess að ofgera gallblöðm hans og draga hann til dauða!). Hann sýnir t.d.
raTO á hversu viðbrögð yfirvalda við nýstárlegum hugmyndum af svipuðum
toga gátu verið mismunandi eftir því hvar höfundar þeirra og boðendur vom