Saga - 1988, Page 216
214
RITFREGNIR
í sveit settir, hvemig þeir settu þær fram og jafnvel hvernig þeir voru sjálfir
skapi famir (sbr. Kóperníkus, Brúnó og Galíleí).
Hin persónugerða vísindasaga gefur Porsteini ríkuleg tækifæri til að varpa
ljósi á margslungin tengsl vísinda og samfélags, ekki síst vísinda og trúar-
bragða (sbr. hina ítarlegu frásögn hans af viðureign Galíleís við rannsóknar-
réttinn í Róm). Þegar á heildina er litið þykir mér þó mestur fengur að þeirri
innsýn sem höfundur gefur í innviði vísindaþróunarinnar á la Thomas Kuhn
og sporgöngumenn hans. 1 raun og vem er þetta fyrsta verkið á íslensku sem
gefur lesendum forsendur til þess að átta sig á mikilvægum atriðum í innra
samhengi þessarar þróunar. Þannig gerir höfundur það ljóslifandi með frá-
sögn sinni af Kóperníkusi, Týchó Brahe og Kepler hvílíkum vandkvæðum
það var bundið í upphafi nýaldar, miðað við allar tæknilegar og hugmynda-
fræðilegar forsendur, að sýna ótvírætt fram á „sannleiksgildi" sólmiðjukenn-
ingarinnar, t.d. hversu miklar veilur vom í henni eins og Kóperníkus skildi
við hana: helst megi skýra gengi hennar á 17. öld með því hve mörg „frjó"
vandamál spmttu af henni „í eðlisfræði og víðar..." (s. 259). Og lýsing
höfundar á stjömufræði Týchó Brahes og Keplers sýnir á eftirminnilegan
hátt hve frumspekilegi þátturinn í hinu vísindalega „viðtaki" 16. aldar (þetta
heiti notar höfundur yfir paradigmahugtak Kuhns, sjálfur vildi ég kalla það
„kennimið") gat ráðið miklu um það hvort skörpustu vísindamenn samtím-
ans hölluðust að jarðmiðju- eða sólmiðjukenningu (sjá einkum II, s. 45-47,
75-86).
Með þessu verki hefur Þorsteinn sýnt að það er hægt að skrifa „alþýðlega'
á íslensku um flókin vísindaleg viðfangsefni. Stíllinn er persónulegur og tíð-
ar skírskotanir til hversdagslegrar reynslu auðvelda lesandanum að átta sig á
úrlausnarefnum. En mestur greiði er honum áreiðanlega gerður með hinum
fjölmörgu skýringarmyndum sem gera mjög ásýnilegt það sem hætt er við að
mundi flækjast fyrir honum ef aðeins væri treyst á lýsingar i orðum. Höfund-
ur fylgir því sjónarmiði út í æsar að í „heimsmyndarsögu" ber að hagnýta sér
kosti myndarinnar til hins ítrasta.
Ég sagði í upphafi að frumleiki þessa verks fælist í því hvernig það full-
nægir í senn kröfum um alþýðlega og fræðilega framsetningu. Það segir sig
sjálft, jafnvíðfeðmt svið og hér er lagt undir, að höfundur byggir í langflest-
um greinum á rannsóknum annarra fræðimanna. Heimildaskrá er til vitnis
um að hann hefur leitað víða fanga í ritum vísindasagnfræðinga og -heim-
spekinga; sennilega hefur Þorsteinn þegið mest af Thomas Kuhn eins og
fjölmargar tilvitnanir í rit hans votta. Raunar er það megineinkenni á efn-
ismeðferð höfundar að hann gefur óspart sögupersónunum sjálfum og
heimildarmönnum sínum orðið. Hvað hinar fyrrnefndu áhrærir, þá er þetta
vel til þess fallið að færa persónur sögunnar nær lesandanum og leiða hann
inn í andrúmsloft samtímans; aftur á móti þykir mér höfundur helsti óspar
á beinar tilvitnanir í heimildarmenn sína, hefði stundum að ósekju getað
látið endursögn duga. En hvenær sem álitamál koma fram - og þau eru
mörg sem vænta má í þessari hugmyndasögu - gerir höfundur sér far um
að taka sjálfstæða afstöðú, vega og meta ólík sjónarmið sem hann hefur
komist í kast við í heimildakönnun sinni. í ályktunum sínum og niðurstöð-