Saga - 1988, Side 217
RITFREGNIR
215
um sýnir höfundur hér yfirleitt hófsemi og hneigist einatt til málamiðlunar
fremur en að láta skerast í odda. Pessi grundvallarafstaða birtist t.d. glöggt í
niðurstöðukafla verksins, þar sem hann skyggnir sögusviðið í ljósi kenninga
Poppers og Kuhns (II, s. 314-20).
Varla þarf að taka fram að í engu er slakað á kröfum fræðimennnsku um
tilvísanir til heimilda. Ég vil aðeins finna að þeirri afleitu tísku að skipa þeim
aftanmáls; þar með er athugulum lesanda aukið erfiði sem hæglega mætti
létta af honum með neðanmálstilvísunum.
Tvenns er enn ógetið sem gerir þetta verk að vönduðu fræðiriti, þ.e. við-
auka og fræðiorðaskrár með skýringum. Viðaukamir, ellefu talsins, liðlega
50 s., geyma ýmist efni „sem gætu orðið almennum lesanda hörð undir tönn
• ■ • eða ekki er þörf á í meginmáli bókarinnar", eins og segir í Formála. Hér eru
ýmsir veigamiklir stjam- og eðlisfræðilegir efnisþættir raktir og útlistaðir á
fraeðilegan hátt en einnig finnur „óbreyttur" sagnfræðingur hér mjög for-
vitnilegt heimildaefni sem tengist málsókninni á hendur Galíleí. Fræðiorða-
skrá (upp á sjö s.) birtist þegar í fyrra bindi en hún er öll tekin upp í síðara
bindi (í sumum tilvikum með svolítið breyttu orðalagi á skilgreiningum) og
stórlega aukin þar (alls 23 s.). í raun og vem er hér á ferðinni vísirað vísinda-
fegri alfræði. Skráin er ómetanlegt vinnutæki hverjum þeim sem vill huga
Sjórla að því fræðasviði sem verkið spannar en raunar nær notagildi hennar
'angt út fyrir það. Ég kann ekki að meta hvort skráin geymir nýyrði á
'slensku sem hafa ekki áður verið notuð á prenti en hitt leynir sér ekki að hún
er gerð af stakri vandvirkni. Mér segir svo hugur um að margur skóla-
nemandinn eigi eftir að notfæra sér þessa fræðiorðaskrá.
Jafnágætt og þetta ritverk er þegar á heildina er litið, fer vitaskuld ekki hjá
því að finna megi að einhverjum smærri atriðum. Ég er á engan hátt dómbær
um fagleg atriði í þeirri sérfræði sem ritið fjallar um, geng aðeins úr skugga
um að Þorsteinn hefur leitað liðsinnis allmargra sérfróðra raunvísindamanna
°g stærðfræðinga: slíkt er út af fyrir sig til marks um vönduð vinnubrögð.
Hvað varðar einstök atriði sem heyra til almennrar þekkingar á sögu Vestur-
anda og Austurlanda nær, má vissulega finna dæmi um ónákvæmni eða
mishermi (í ritdómi um fyrra bindi verksins í Skírni 1987 bendir Helgi Skúli
Jvjartansson á nokkur slík dæmi og eyk ég hér fáeinum við). Undir óná-
Kvaemni fellur eftirfarandi: að tala um „landvinninga Alexanders austur að
mdus rétt fyrir 300fyrir Krist..." (s. 94, skýringartexti viðmynd24; landvinn-
mgarnir áttu sér stað í raun fyrir árið 325); - að ræða um „náttúruspeki á
Slðmiðöldum, til dæmis á árunum 1200-1500" (s. 216); að segja galdratrú
mbreidda í Evrópu á „15.-18. öld" (s. 220, tafla 14); - að „hugmyndin um
Pjóðríkið" hafi orðið „ráðandi í Norður- og Vestur-Evrópu, í stað heimsveld-
lsms... um 1550" (sama tafla). Mishermt er: um Rúdolf annan að hann hafi
Sel'ð „á veldisstóli í vest-rómverska keisaradæminu 1576-1612, en það hét þá
enn því nafni..." (II, s. 33; hin opinbera nafngift var „Hið heilaga rómverska
e'saradæmi þýskrar þjóðar"); - að kaþólikkar hafi um 1600 verið að „hefja
8agnsókn gegn mótmælendum í Norður-Evrópu..." (II, s. 54, þar sem ræðir
nm Mið-Evrópu); - að tveir franskir stjömufræðingar, sem lifðu á 17. öld,
afi verið „einu fræðimennimir á meginlandi Evrópu, sem vísuðu til Keplers