Saga - 1988, Page 220
218
RITFREGNIR
Bruuns! Steindór hefur næmt auga fyrir skemmtilegum lýsingum s.s. þegar
Bruun ræðir um Brynjúlf frá Minna-Núpi (bls. 25) og Snorra frá Hörgsholti
(bls. 26) eða segir frá viðhorfum sr. Steindórs í Hruna (bls. 27). Þá er undur
skemmtileg lýsing á kirkjuferð (bls. 36-37), svo ekki sé undanskilin lýsing
Bruuns á ferð yfir Eldvatnið hjá Skaftártungu (bls. 62-64). Ekki er reynt að
athuga hliðstæður eða vinna frekar úr málum. Þá er oft vikið að viðhorfi
Bruuns til Islands en of sjaldan spunnið utan um þau. Vikið er að heimsókn
Friðriks VUl sumarið 1907, minnst á óánægju Bruuns með ummæli konungs
er hann kynti undir sjálfstæðisbaráttunni hérlendis með ummælum sínum
um bæði ríkin, en ekkert vikið að áhrifum þeirra hérlendis, aðeins að áliti
Bruuns (já, við höfum ekki mikinn stuðning af honum; bls. 80). Svona gerist
víða. Tökum dæmi af bls. 95 þar sem Steindór telur Bruun hafa séð Dani og
íslendinga sem eina þjóð. Líklega er það rangt mat. Bruun hefur verið kon-
ungssinni og því skynjað ísland sem grein á sama meiði og Danmörku, tvær
þjóðir í sama ríki. Hann hefur líklega séð ísland sem perlu norðursins vegna
fornsagnanna og ekki síður vegna hinnar frumstæðu menningar og tækni
sem hér var. Slíka perlu máttu Danir ekki missa. Þetta viðhorf var ekki óal-
gengt í Danmörku og má oft finna merki þess í skrifum Bruuns. Svipuð við-
horf hans koma fram stuttu seinna (bls. 96). Þetta hefði mátt nota betur.
Tregða af þessu tagi til að skoða Bruun gagnrýnum og raunsæjum augum
finnst mér afleit. Bókin er glæsileg og gildi hennar margítrekað í formálum.
Er hún þá ekki alveg rétt?
Um rannsókn Bruuns á Hofstöðum segir Steindór; „Eitthvað hafa síðari
fornfræðingar sumir dregið niðurstöður ... í efa ..." og bætir við að aðrir
haldi fast í þær og telji Hofstaðarústina einu þekktu minjar norræns hofs og
að hér sé „um stórmerka athugun að ræða." Hverjir eru sumir og hverjir
aðrir? Hvar greinir menn á? Þýðanda hefði farnast betur að vísa strax í OZfl/
Olsen (Herg, hov og kirke, Kbh. 1966), sem Þór Magnússon nefnir aftar í bók-
inni (bls. 132). Enda er þar besta umræðan um málið. Staðreyndin er sú að
enginn hefur viljað taka af skarið um rústina. Aðalástæða þess að Hofstaða-
rústin er kölluð hof er sú að menn eiga erfitt með að útskýra stærð skálans.
Menn geta einnig flett upp í bók Amheiðar Sigurðardóttur, Híbýlahættir á
miðöldum (Rvk 1966, bls. 24-26) eða ritdómi Kristjáns Eldjárns umbók Olsens
í Árbók Fornleifafélagsins árið 1969. Þá má benda á að í bókinni er ekki vísað á
aðrar heimildir um málið en þær sem Bmun benti á sjálfur í útgáfunni frá
1928. Sú meðferð sem málið fær í inngangi er hvorki fræðileg né sanngjörn.
Steindór sleppur með umfjöllun sína um Dalvík. Hún hvorki er né verður
umdeild. Menn geta viðað að sér frekari upplýsingum í bók Kristjáns
Eldjárns, Kuml og haugfé (Ak. 1956) sem Þór Magnússon vísar til í kumlakafla
Bruuns bls. 139 og 145.
Annars konar mistök eiga sér stað í umfjöllun um Gása (bls. 79-80). Þar fer
orkan í að útlista líðan manna í tjöldum um aldamót, sem er út af fyrir sig
athyglisvert. En svo er það heldur ekki meir. Ekki orð um stöðu Gása innan
íslenskra fornleifa eða hafna. Ellegar þá hvort eitthvað nýtt hafi gerst í mál-
um Gása eða málum annarra hafna. Slíka umfjöllun er reyndar hvergi að
finna í inngangi Steindórs.