Saga - 1988, Page 222
220
RITFREGNIR
gleymt, eru teknar athugasemdalaust upp. Þar er m.a. sett fram sú skoðun
að orsök hins hraða landnáms hafi verið „einfaldlega frelsisþörfin" (bls. 111)-
Athugasemdarlausar fullyrðingar skipa texta bókarinnar á lægra plan en
hann á skilið að fara, eins hátt og hann rís stundum.
Bestu kaflarnir eru t.d. lýsingar Bruuns á kumlum sem má reyndar finna
þýddar í títtnefndri bók Kristjáns Eldjárns um kuml og haugfé. Kaflinn um
virkin er merkilegur fyrir nútímafræðimann sem ekki er vanur áhuga á slíku.
Borgarvirki fær vitanlega mesta umfjöllun, en Bruun vísar einnig á aðrar
minjar. Fróðlegt hefði verið að sjá athugasemdir um hvort þær séu enn til
eður ei, hvort þær séu friðaðar o.s.frv.
f kaflanum um húsagerð fer Bruun á flug þegar hann lýsir samtímavenjum
í húsagerð. Um fornaldarrústir eru til betur rannsakaðar minjar, reyndar vís-
að í þær rannsóknir. En samtímalýsingarnar með ljósmyndum verða órofa
heild. Sama má segja um kirkjukaflann sem og kaflann um gamlar venjur í
húsagerð. f öllum tilvikum er það listilegt samspil mynda sem mestu skiptir.
Kafli um kvikfjárbúskap fyrr og síðar flytur ýmsar upplýsingar til umhugs-
unar og frekari úrvinnslu, þó hlutinn um samgöngur og samgöngutækni sé
kannski merkilegastur í þessum kafla. í raun er hann gersemi fyrir áhuga-
menn um ferðalög og ferðabúnað. Hér hefði mátt tengja dýrmætan texta
Bruuns við dagbækur hans í inngangi, sbr. það sem áður hefur verið nefnt.
Kafli um kvenbúninga hafði áður birst annars staðar (Tidskrift for Industri
1903). Fríður Ólafsdóttir, lektor við KHf, var fengin til að semja texta við
myndir en hefði án efa getað gert meira ef útgefandi hefði viljað.
Sá kafli sem ber ægishjálm yfir aðra fyrir nútímamenn er nefndur „Af-
skekkt byggðarlag við rætur Vatnajökuls." Þar byggir Bruun á dagbókum
sínum úr ferð með landmælingaflokki frá danska herforingjaráðinu um suð-
austurhorn landsins. Myndefni kaflans kemur víðar að en í raun er hér falin
dýrmæt samtímalýsing gests með glöggt auga en jafnframt víðtæka þekk-
ingu á landi og þjóð.
IV
Myndir þessarar bókar eru demantar sem lengi hafa legið óbættir hjá garði i
Danmörku. Reyndar þyrfti að gera sérstaka úttekt á þeim, gildi þeirra og inn-
taki, svo merkilegar eru þær. Margar hafa skotið upp kollinum hér og hvar
áður og þá jafnvel án þess að kynnt hafi verið hvaðan þær koma. Sumar hafa
sést í bók Jónasar Jónassonar frá Hrafnagili, íslenzkum þjóðháttum, sem til er i
fjöldamörgum prentunum. Og fleiri mætti tilgreina. Það sem gefur myndun-
um gildi er hin feikilega rannsóknarvinna sem Ásgeir S. Björnsson og
aðstoðarmenn hans hafa lagt í til að kanna myndirnar, flokka þær og greina.
Ekki eru allar myndir Bruuns birtar í bókinni, en þær munu samtals vera vel
á þriðja þúsund. Þær sem komnar eru heim eru á 16. hundrað og komust uW
800 að í bókinni. Fáar hefi ég fundið þar sem ekki er a.m.k. reynt að geta sér
til um staðsetningu eða nafngreina þá sem á myndunum sjást. Sem dæmi má
nefna myndir af fólki í Öxney á Breiðafirði (bls. 506). Reyndar eru aðeins
tvær birtar af mörgum þar sem Bruun hefur verið að velta fyrir sér æðarvarpi
og dúnverkun. Lengi vel mun ekki hafa verið vitað hverjir voru á myndum