Saga - 1988, Qupperneq 226
224
RITFREGNIR
Collingwood heldur því fram, að
allt, sem gerist í mannlífinu, gerist í
einhverri hugsun, í merkingarsam-
hengi. Það er ekki nauðsynlega rök-
samhengi. Þó er í vissum skilningi
röksamhengi í sögunni. En það er
ekki rökfræðilegt. Sagan er ekki
bygging sem reist er með rökfræði.
Því er rökfræðin ekki lykill að sög-
unni. Hegel áleit, að rökfræði hans
gæfi sögu samhengi. Collingwood
er ekki eins sannfærður um það.
Nei, Collingwood sagði að aðeins
hugsun gæti verið viðfangsefni
sagnfræðinnar af því að hugsun
væri það eina sem sagnfræðingar
gætu endurvakið í huga sínum.
Skynjanir og tilfinningar væru því
ekki sagnfræðileg viðfangsefni, en
hann neitaði ekki að þær gerðust í
mannlífinu. - Staðhæfinguna um
röksamhengið á höfundur eftir að
endurtaka tvisvar (122 og 127), en ég
hvorki kannast við hana frá Colling-
wood né skil hana.
Svona heldur kaflinn um Collingwood áfram á næstum 11 blaðsíðum,
hvorki verri né betri en þetta upphaf. Ég skal ekki fortaka að hér sé beitt ein-
hverri heimspekilegri aðferð sem ég kann ekki að meta, enda skrifa ég þessa
ritfregn í sagnfræðitímarit til þess eins að sýna að bókin kemur sagnfræðing-
um ekki að gagni. Þó get ég ekki stillt mig um að hnýta því aftan við að ég hef
rótgróna vantrú á heimspeki fræðigreinar sem iðkendur greinarinnar geta
ekki lesið eða finnst ekki ómaksins vert að lesa.
Gimnar Karlsson
Ámi Björnsson: HRÆRANLEGAR HÁTÍÐIR. Gleðskapur
og guðsótti kringum páska. Örn og Örlygur. Reykjavík
1987. 283 bls. Myndir, skrár.
Viðfangsefni Árna Björnssonar í þessari bók er að skýra uppruna og sögu
fjórtán daga eða tímabila sem tengjast páskum og færast til eftir því hvenaer
páskar eru ár hvert. Þetta tímabil nær frá föstuinngangi til dýradags og getur
þannig spannað allt að fimm mánaða skeið eða frá því um 1. febrúar og til 24.
júní. Kaflaheiti bókarinnar eru þessi: Langafasta, Bolludagur, Sprengidagur,
Öskudagur, Dymbilvika, Pálmadagur, Skírdagur, Langafrjádagur, Páskar,
Gangdagar, Uppstigningardagur, Hvítasunna, Þrenningarhátíð, Dýridagur-
Reynir höfundur að grafast fyrir rætur þessara hátíða og uppruna einstakra
helgidaga og rekur síðan þá þróun sem átt hefur sér stað í helgihaldinu efW
því sem heimildir ná til. Rekur hann trúarlegar forsendur fyrir uppruna
helgidaganna og hátíðanna, en gerir einnig oft tilraunir til að sýna fram á
hagrænar forsendur ýmissa helgisiða sem breytast eftir atvinnuháttum-
Verður efnismeðferðin við þetta alhliða og yfirgripsmikil og reynir höfundur
að láta ekkert fram hjá sér fara sem varpað gæti skýringu á forna siðvenju,
hvort sem þar er um að ræða trúarkreddu eða veraldlega hagsýni. Þá er miki
vinna lögð í að gera grein fyrir heitum daga og hátíða og víða seilst til fanga
til samanburðar. Er þar um viðamikið, margflókið og vandmeðfarið efni a
ræða, því að oft getur verið ógerlegt að skera úr því eftir hvaða leiðum áhn